Kalifornía – Schwarzenegger stöðvar lagafrumvarp um hinsegin hjónabönd

By 16. september, 2005Fréttir

Frettir Ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, ætlar að beita neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir að frumvarp sem heimilar hjónabönd lesbía og homma verði að lögum. Það segist hann muni gera af ?virðingu við vilja fólksins?. Vísar hann þar til atkvæðagriðslu sem fram fór í fylkinu fyrir fimm árum en þá samþykktu kjósendur tillögu um að giftingar samkynhneigðra í öðrum fylkjum eða þjóðríkjum skyldu ekki fást viðurkennd í Kaliforníu. Þar segir að aðeins hjónaband milli karls og konu sé viðurkennt í fylkinu, en í frumvarpinu sem fylkisþingið samþykkti nú er gifting hins vegar skilgreind sem borgaralegur samningur tveggja einstaklinga.

?Það gengur ekki að almenningur greiði atkvæði en þingið ómerki síðan niðurstöðuna? segir í yfirlýsingu frá skrifstofu fylkisstjórans. Frumvarpið var naumlega samþykkt á ríkisþingi Kaliforníu, og fari svo ólíklega að það verði að lögum þá verður Kalifornía fyrsta fylki Bandaríkjanna þar sem þingið sjálft samþykkir hjónabönd samkynhneigðra. Áður hefur slík niðurstaða aðeins fengist með úrskurði dómstóla í Massachusetts.

Schwarzenegger tekur fram að hann styðji lagalega vernd til handa lesbíum og hommum, en að ákvörðun um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra sé best komin hjá kjósendum í almennum atkvæðagreiðslum eða hjá dómstólum.

-HTS

Skrifaðu athugasemd