Fimmtudagsfjör í Regnbogasal: – Gestur – Síðasta máltíðin

By 13. október, 2005Fréttir

Tilkynningar Þrír söngvarar eru gestir okkar í Regnbogasal fimmtudagskvöldið 27. október, þeir Gautur G. Gunnlaugsson, Gunnar Kristmannsson og Hrólfur Sæmundsson. Þar fljytja þeir sýnishorn úr nýrri íslenskri óperettu um logandi afbrýði og efndarhug ? sem að sögn endar með ósköpum. Eða hvað?

Höfundar verksins eru þeir Gautur og Gunnar og þeir segja verkið vera umfram allt hinsegin átaka- og örlagasögu úr Grafarholti. Tónsistarstjóri og píanóleikari er Raúl Jiménez en leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson.

Gestur ? Síðasta máltíðin er frumsýnt í Iðnó 20. október og dagskráin í Regnbogasal er um 30 mínútna kynning á sjálfu verkinu, bæði í tali og tónum.

Dagskráin í Regbogasal hefst kl. 22

Fimmtudagsfjör í Regnbogasal

27. október
Gestur ? Síðasta máltíðin
Sýnishorn úr íslenskri óperettu um afbrýði og hefndarhug.
Hinsegin átaka- og örlagasaga úr Grafarholti.
Gautur G. Gunnlaugsson, Gunnar Kristmannsson, Hrólfur Sæmundsson.
Raúl Jiménez, píanóleikari. Þröstur Guðbjartsson, leikstjóri
Dagskráin hefst kl. 22

3. nóvember
?Ástin á elleftu stundu?
Bjarni Snæbjörnsson og Viðar Eggertsson
flytja ástarljóð karla til karla
Dagskráin hefst kl. 22:30

10. nóvember
Homminn og hörpuleikarinn
Páll Óskar og Móníka
flytja ný frumsamin lög og gömul af vinsældalistanum
Dagskráin hefst kl. 22

17. nóvember
?Lifi sauðféð í drottins náð?
Ingrid Jónsdóttir, Jón St. Kristjánsson og Viðar Eggertsson
flytja íslensk átthagaljóð með laufléttu erótísku ívafi
Dagskráin hefst kl. 22

24. nóvember
?Ég um þig?
Kristjana Stefánsdóttir djasssöngkona
syngur lög af nýútkominni geislaplötu sinni,
lög sem nutu mikilla vinsælda á tímum nýbylgju og rómantíkur
við undirleik Agnars Már Magnússonar, píanóleikara
Dagskráin hefst kl. 22

1. desember
Listin að vera lesbía
Jódís Skúladóttir syngur eigin lög
Dagskráin hefst kl. 22

8. desember
Jólabókakvöld í Regnbogasal
Rithöfundar koma í heimsókn og lesa upp
úr nýútkomnum verkum sínum
Dagskráin hefst kl. 21:30

11. desember
Jólabingó
Dagskráin hefst kl. 20:30
Hið árlega og sívinsæla fjölskyldubingó
Síðast var aðalvinningurinn 50.000 kr. virði
Varla verður hann minni í ár!

Athugið breytilegan dagskrártíma
frá viku til viku

Aðgangur er ókeypis að öllum dagskrárliðum
en Samtökin ´78 þiggja samskot þessi kvöld
og hvetja gesti til að láta styrk af hendi rakna!

Lítið við í Regnbogasal í vetur.
Á dagskrá fimmtudaganna er alltaf
blandað góðgæti í anda fröken Rósu.

Skrifaðu athugasemd