Aðalfundarboð 2015

By 14. janúar, 2015Fréttir

*english below

Aðalfundur Samtakanna ´78 verður haldinn laugardaginn 21. mars 2015 og hefst fundurinn kl: 14. Vonir standa til að fundurinn verði haldinn í nýrri félagsaðstöðu Samtakanna ´78 að Suðurgötu 3, 101 Reykjavík.

Hefðbundin aðalfundarstörf, nýir félagar boðnir velkomnir. Til að öðlast rétt til setu á aðalfundi þurfa félagar að hafa greitt félagsgjöld fyrir árið 2015. Hægt er að ganga frá félagsgjöldum áður en fundur hefst.

Framboð til stjórnar og trúnaðarráðs: Óskað er eftir framboðum félagsmanna til stjórnar og trúnaðarráðs. Frambjóðendur eru beðnir um að skila inn mynd af sér ásamt stuttum texta til upplýsingar. Framboðsfrestur rennur út tveimur vikum fyrir auglýstan fund. Öll framboð verða kynnt félagsmönnum eftir að framboðsfrestur er úti. Hægt er að skila inn framboði á netfangið skrifstofa@samtokin78.is, merkt: Kjörnefnd.

Lagabreytingatillögur: Á sama netfang er hægt að skila inn lagabreytingatillögum merkt: Lagabreytingar. Lagabreytingatillögum verður að skila inn í síðasta lagi mánuði fyrir boðaðan fund. Hægt er að skoða lögin í heild sinni á heimasíðu Samtakanna ´78. Allar lagabreytingatillögur verða kynntar félagsmönnum sérstaklega eftir að formlegur frestur er úti.

 

Our Annual Meeting will be held on the 21st of March 2015. Hopefully the location will be our new headquarters at Suðurgata 3, 101 Reykjavík (to be confirmed). Meeting starts at 14:00.

New members welcome and it will be possible to become a member at the door.

Those who are interested in running for board or council  are asked to hand in a short description of themselves along with  a picture and send it to skrifstofa@samtokin78.is labelled Kjörnefnd before the 7th of march.

For suggestions of law-changes please send them to skrifstofa@samtokin78.is labelled Lagabreytingar before the 21st of February

18 Comments

Skrifaðu athugasemd