Apaspil

By 8. febrÚar, 2005FrÃĐttir

MÃĐr er í fersku minni að Ãūegar Gervasoni-mÃĄlið stÃģð sem hÃĶst og ÃĐg var í menntaskÃģla að ÃĐg og vinur minn sem nÚ er virðulegur prÃģfessor skrifuðum fjÃķlda lesendabrÃĐfa undir aðskiljanlegum nÃķfnum sem við fengum lÃĄnuð í Ãūví skyni að bÚa til almenningsÃĄlit. Það voru skemmtileg og skapandi skrif. Kann að hugsast að nÚ sÃĐ eitthvað svipað í gangi í Morgunblaðinu? Að minnihlutahÃģpur í skoðunum sÃĐ að reyna að lÃĄta líta svo Út sem hann sÃĐ sjÃĄlfur Almenningur að lÃĄta í ljÃģs sitt Álit? Eða getur Ãūað verið einleikið hversu margt gagnkynhneigt fÃģlk að eigin mati virðist finna sig knÚið einmitt um Ãūessar mundir til að amast við samkynhneigð annarra.

Ef marka mÃĄ umrÃĶðuna í Morgunblaðinu um Ãūessar mundir brennur Ãūað heitast ÃĄ íslenskri ÃūjÃģð Ãūetta ÃĄr hvort samkynhneigð sÃĐ sjÚkdÃģmur sem megi lÃĶkna, hvort hÚn sÃĐ Guði ÃūÃģknanleg, andstÃĶð kristinni trÚ, viðurstyggð.

Ýmislegt bendir reyndar til að trÚfífl sÃĐu að fÃĶrast í aukana nÚ í aldarlok. Í barnatíma ÃĄ sunnudagsmorgni í RíkissjÃģnvarpinu um daginn velti stÚlka fyrir sÃĐr upphafi mannsins og sagði að â€žÃ―msir teldu“ að maðurinn „vÃĶri kominn af Ãķpum“ og klykkti Út með Ãūví að Ãūað vÃĶri „nokkuð athyglisverð hugmynd“. Svo fÃģr hÚn að segja frÃĄ Adam og Evu.

En ÃĶtli við verðum ekki samt að ÃĶtla að flestir landsmenn sÃĐu svo upplÃ―stir að vita að Ãģyggjandi gÃķgn hafa fundist sem sÃ―na að menn og apar eiga sÃĐr sameiginlegan uppruna. Og ÃĶtli við verðum ekki líka að ÃĶtla að flestir Íslendingar noti aðrar aðferðir við að gera upp hug sinn um kynhneigðir nÃĄungans en að fletta upp í spÃĄmÃķnnum Biblíunnar. UmrÃĶðan um samkynhneigð í Morgunblaðinu hefur sem sÃĐ verið alltof trÚarleg til Ãūessa, bÃĶði hjÃĄ Ãūeim sem rÃĄÃ°ist hafa ÃĄ samkynhneigða og líka hjÃĄ hinum sem gripið hafa til varna; Ãūað er ekki vandamÃĄl samkynhneigðra ef Kirkjan ÃĄ ekki annað erindi við ÃūÃĄ en að segja Ãūeim að leita sÃĐr lÃĶkninga við Ãūeim kvilla að vera Ãūeir sjÃĄlfir.

Guðmundur Andri Thorsson í DV, 1999.

88 Comments

Skrifaðu athugasemd