JÓLABINGÓ SAMTAKANNA ´78

By 12. desember, 2005Fréttir

Hið árlega jólabingó Samtakanna ´78 var haldið 11. desember sl. en að venju fer það fram annan sunnudag í aðventu. Þar var mjög vel var mætt, enda nýtur viðburðurinn gríðarlegra vinsælda á hverju ári. Setið var svo þétt í félagsmiðstöðinni að koma varð fyrir borðum og stólum á bókasafni félagsmiðstöðvarinnar, enda stórglæsilegir vinningar í boði. Þar njóta Samtökin ´78 góðs af stuðningi þeirra fjölmörgu fyrirtækja landsins sem stuðla vilja að velferð hreyfingar okkar. Spurningin er hvort ekki sé ástæða til að finna stærra húsnæði fyrir næsta ár.

Hið árlega jólabingó Samtakanna ´78 var haldið 11. desember sl. en að venju fer það fram annan sunnudag í aðventu. Þar var mjög vel var mætt, enda nýtur viðburðurinn gríðarlegra vinsælda á hverju ári. Setið var svo þétt í félagsmiðstöðinni að koma varð fyrir borðum og stólum á bókasafni félagsmiðstöðvarinnar, enda stórglæsilegir vinningar í boði. Þar njóta Samtökin ´78 góðs af stuðningi þeirra fjölmörgu fyrirtækja landsins sem stuðla vilja að velferð hreyfingar okkar. Spurningin er hvort ekki sé ástæða til að finna stærra húsnæði fyrir næsta ár.

Eins og í fyrra var það Norðurlandshópur Samtakanna ´78 sem aflaði fyrsta vinningsins í ár: Ferð fyrir tvo til Akureyrar með Flugfélagi Íslands, bílaleigubíll frá Bílaleigu Akureyrar í tvo daga ásamt gistingu á hóteli í Mývatnssveit og ferð í jarðböðin þar. Sá vinningur á eftir að nýtast vel fyrir þann heppna enda er stefnt á trúnaðarráðsfund Samtakanna ´78 og ráðstefnu með vori fyrir norðan. Að venju voru ungliðar félagsins fengsælir á jólabingóinu og ein stúlkan vann tvisvar í röð, þó ekki á sama spjaldið! Margir lögðu hönd á plóg við að afla vinninga og ber þar hæst framlag Eyglóar Aradóttur, Þorvaldar Kristinssonar og Jón Þórs Þorleifssonar. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir.

Við hvetjum fólk til að beina viðskiptum sínum til þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem gáfu vinninga þetta kvöld og þökkum þeim kærlega framlagið. Þau eru: Flugfélag Íslands, Bílaleiga Akureyrar, Sel Hótel Mývatnssveit, Blómaval, JPV -útgáfa, Bókaútgáfan Bjartur, Bókaútgáfan Salka, Edda útgáfa, Síminn, OgVodafone, Hundaskólinn Hundalíf, Knattspyrnusamband Íslands, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Vífilfell, Lyf og heilsa, Skífan, Humarhúsið, Fylgifiskar, Þjóðleikhúskjallarinn, Leikhópurinn Á senunni, Borgarleikhúsið, Tískuverslunin GK að ógleymdum þeim Jóni Þorsteinssyni söngkennara og Guðbjörgu Þorvarðardóttur dýralækni. Bestu þakkir til ykkar allra.

Skrifaðu athugasemd