Samtökin '78 eru hagsmunasamtök hinsegin fólks

FRÆÐSLUSAMTÖKIN

Fordómar byggja á fáfræði

Þekking á hinsegin málum er grundvöllur mannréttindabaráttu okkar og því er fræðsla einn af hornsteinum Samtakanna ’78. Hægt er að panta fræðslu hér á heimasíðunni.

Bóka fræðsluFræðslupakkarNánar um fræðslunaFræðsluefni
RÁÐGJAFARSAMTÖKIN

Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt, við erum til staðar

Samtökin ’78 bjóða upp á fría ráðgjöf til hinsegin fólks, aðstandenda hinsegin fólks og fagfólks. Fullur trúnaður gildir. Árlega nýta fjölmargir sér ráðgjafaþjónustuna. Við bjóðum upp á ráðgjöf vegna persónulegra mála, félags- og sálfræðiráðgjöf og einnig lögfræðiráðgjöf.

Bóka ráðgjöfStuðningshóparLögfræðiráðgjöfNánar um ráðgjöfina
FÉLAGASAMTÖKIN

Við vinnum fyrir allt hinsegin samfélagið

Samtökin ’78 eru félagasamtök, stofnuð af hinsegin fólki fyrir hinsegin fólk. Samtökin eru lýðræðislegt félag sem heldur aðalfund, félagsfundi auk fjölda annarra viðburða.

ViðburðirSjálfboðaliðarFélagsskírteiniFélagsheimili
UNGMENNASAMTÖKIN

Við erum öll eins og við erum

Börn og ungmenni eiga ávallt að eiga einhvern sem hlustar og jafnvel gefur ráð. Samtökin ’78 bjóða allar manneskjur velkomnar, óháð aldri. Að koma út, hugsa um að koma út, halda að maður sé hinsegin og aðrar vangaveltur eru fullkomlega eðlilegar. Þú ert velkomin/nn/ð, alveg sama á hvaða aldri þú ert.

FélagsmiðstöðUngmennastarfRegnbogafjölskyldur
HAGSMUNASAMTÖKIN

Frelsi er háð jafnrétti. Við berjumst fyrir réttindum hinsegin fólks

Samtökin ’78 átta sig á því að fullu jafnrétti er ekki náð. Við erum vakandi fyrir hvers konar misrétti, látum í okkur heyra og þrýstum á hið opinbera að koma á réttarbótum. Mannréttindabarátta er pólitísk og við munum aldrei sofna á verðinum.

LöggjafarvaldiðTilkynna misrétti og ofbeldiLagaleg réttindiSamtökin '78 í fjölmiðlum
MENNINGARSAMTÖKIN

Hinsegin menning er hjarta hinsegin samfélagsins

Samtökin ’78 vilja ávallt styðja við bakið á hinsegin listafólki, hinsegin sagnariturum og öðrum þeim sem vinna í menningartengdri starfsemi. Einnig styðja Samtökin við bakið á hinsegin menningu með fjölbreyttum viðburðum og sjálfboðadrifnum verkefnum.

Gallerí 78MenningarstarfsemiSaga