Við erum glöð að kynna eftirfarandi framboð til lagabreytinganefndar Samtakanna '78. Nefndarinnar bíður það afar mikilvæga verkefni að hefja víðtækt samráðsferli með heildarendurskoðun laga Samtakanna ’78 að markmiði. Sérstaklega verður skoðuð fyrsta grein laganna, er snýr að markmiðum samtakanna. Hér er um brautryðjenda starf að ræða sem getur haft áhrif á hinsegin baráttu hérlendis um ókomna tíð. Kosið verður í nefndina á félagsfundi 18. maí kl. 19.30 í Tin Can Factory Borgartúni 1.
Eftirfarandi aðilar bjóða sig fram:
Reynsla af starfi Samtakanna ’78: Ég byrjaði í sjálfboðaliðastarfi fyrir Samtökin haustið 2015. Þá kom ég inn sem einn umsjónaraðili Ungliðanna. Stuttu eftir það gekk ég einnig til liðs við jafningjafræðsluteymið.
Önnur reynsla af félagsstörfum: Ég hef verið virk í Skátahreyfingunni frá því ég var 9 ára gömul. Árið 2012 var ég mótstjóri skátamóts sem haldið er á hverju ári úti í Viðey. Einnig hef ég verið fararstjóri á stór skátamót fyrir skátafélagið mitt Landnema. Ég er sjálfboðaliði hjá Rauða kross Íslands. Þar hef ég sinnt ýmsum störfum, þar á meðal stjórnarstörfum fyrir Ungmennahreyfingu Rauða krossins (URKÍ) árin 2011-2013 og verið hópstjóri Skyndihjálparhóps Rauða krossins. Ég er með leiðbeinandaréttindi í skyndihjálp.
Helstu áherslur mínar í lagabreytingarnefnd: Ég hef mikinn áhuga á jafnrétti og opinni umræðu. Mér finnst að lög félagsins þurfi að gæta hagsmuna allra meðlima Samtakanna, og séu skýr og greinargóð. Ég myndi vilja gera mitt besta til þess að ná þessu fram.
Annað: Ég er mikill pælari og finnst gaman að spjalla um ýmis málefni. Ég held að staða í lagabreytingarnefnd sé eitthvað sem mig langar að prófa til að dýpka mína eigin þekkingu og deila þeirra þekkingu sem ég hef nú þegar aflað mér.
Fyrri störf innan Samtakanna: Ég er nýliði í Samtökunum '78
Önnur félagsstörf: Ég var formaður Herranætur MR veturinn 2013- 2014 og hef verið sjálfboðaliði hjá AFS í 5 ár.
Áherslur: Ég vil leggja áherslu á að á alla sé hlustað við samningu nýrra laga eða breytinga á þeim sem áður eru komin og að allir fái sanngjörn tækifæri til að láta sína rödd heyrast. Ég vil að lögin séu nógu skýr til þess að pattstöður líkt og sú sem kom upp í vor séu ólíklegar en einnig nógu opin til þess að hamla ekki daglegu starfi félagsins og þróun þess. Ég tel mig vera talsmann ungra meðlima Samtakanna í þessari nefnd.
Um mig: Ég er 23 ára gamall reykvíkingur við nám í tölvunarstærðfræði við Háskóla Reykjavíkur. Ég er þolinmóður og vel máli farinn, auk þess að vera rökfastur. Ég hef mikinn áhuga á framtíð Samtakanna '78 og þeim óunnu verkum sem við stöndum frammi fyrir.
Ég mun ekki sjá mér fært að mæta á félagsfundinn 18. maí þar sem ég verð erlendis en óska ykkur allra sem málefnalegustu samræðna.
Reynsla af starfi Samtakanna ‘78
Hef fylgst með samtökunum í nokkur ár og hef verið svo lánsamur að ná kjöri í trúnaðarráð; fyrst árið 2014-2015 og einnig á þessu starfsári.
Önnur reynsla af félagstörfum:
Hef unnið með ungliðahreyfingu VG frá árinu 2007, er núna starfandi á skrifstofu VG og sit einnig í stjórn VG. Er eins og stendur einnig í lagabreytinganefnd hjá VG. Hef einnig verið í nemendafélögum (Hraðbraut og FSu). Sat svo í stjórn Leikfélags í eitt ár, það var öðruvísi reynsla en þó unnið með lög endrum og eins.
Helstu áherslur náir þú kjöri í lagabreytinganefnd
Ég vil að lög séu einföld og taki mið af samtökunum sjálfum en ekki einhverjum lagabálkum sem stuðst er við frá síðustu öld. Lög eiga að auðvelda félagsmönnum að taka þátt, bjóða nýtt fólk velkomið og auka aðgengi að þeim sem kjörin eru. Grunnstefið í öllum lögum félagasamtaka er lýðræði, og það skal tryggt með öllum ráðum svo að aðkoma flestra félagsmanna sé vís þegar kemur að ákvarðanatökum. Lög mega ekki hefta félagsfólk heldur auðvelda starfinu.
Annað sem þú vilt taka fram
Lagabreytingar, lagabreytinganefndir og lagabreytingatillögur hljóma ekki ýkja vel í eyrum þeirra sem vilja einbeita sér að málefnavinnu og almennum félagsstörfum. Þau eru þó mikilvægur hluti af félaginu og tryggja okkur öllum skýrar leikreglur svo að við öll getum tekið ákvarðanir í sameiningu. Lög eiga aldrei að skilja neinn útundan.
Reynsla af starfi Samtakanna ‘78:
Byrjaði sem ungliði 16 ára, var í stjórn ungliðana 18-19 ára, fræðslunni 17-18 ára og hef síðan sinnst allskonar sj&aac
ute;lfboðavinnu þegar það vantar hjálp
Önnur reynsla af félagstörfum:
4-5 ár af því að vera í stjórn Q
2 heimsóknir í hinsegin sumarbúðir
Einn af fulltrúum Íslands á EU ráðstefnu
Nokkrar alþjóðlegar ráðstefnur
Stóð fyrir hinsegin lagabreytingatillögum fyrir stjórnlagaþing (um kynvitund í starfi með Q)
Sit í "nefnd um hinsegin málefni" hjá velferðarráðuneytinu fyrir hönd pírata
Skipulagt og séð um u.þ.b 100-150 viðburði í Íslensku hinsegin senunni
Helstu áherslur náir þú kjöri í lagabreytinganefnd:
Fara heilstætt yfir lögin
Búa til varnagla
Opna á skilgreiningar
nútímavæða nokkrar greinar
Annað sem þú vilt taka fram:
Hef tekið þátt í sköpun og endurskoðun á lögum áður, er ekki góður penni og mín aðild að svona starfi væri meira á hugmyndafræðilegum grunni en nákvæm skrif og orðaval.
Reynsla af starfi Samtakanna ’78:
Ég hef ekki mikla reynslu af starfi S78 en hef mætt annað slagið á böll og viðburði. Reyndar var ég og Sylvía Guðmundsdótti með kvöld fyrir hinsegin konur einu sinni í mánuði 2012-2013 sem kallaðist Brjótum ísinn. Þar var áhersla lögð á að allar hinsegin stelpur væru velkomnar og gefið tækifæri á að kynnast öðrum konum.
Önnur reynsla af félagstörfum:
Ég hef verið við stjórn í Downs-félaginu 2012-2013 og svo í foreldraráði leikskólans Sólborgar 2012-2013.
Helstu áherslur náir þú kjöri í lagabreytinganefnd:
Ég er ekki með fullmótaðar hugmyndir um hverjar mínar áherslur eru fyrir utan að finna hver tíðarandinn er innan Samtakana og reyna að miðla því.
Annað sem þú vilt taka fram:
Ást og friður
Ég gekk til liðs við ungliðahreyfingu Samtakanna 78 haustið 1990. Ég var einn þriggja leiðtoga hennar veturinn 1991-1992 og sat í lagabreytingarnefnd sem starfaði á vegum félagsins veturinn 1992-1993. Ég gekk úr Samtökunum 78 á aðalfundi 1993 þegar niðurstaða lá fyrir um að tvíkynhneigt gæti ekki verið félagsfólk á eigin forsendum og tók í kjölfarið þátt í stofnun Félagsins, félags samkynhneigðra og tvíkynhneigðra. Ég gekk aftur til liðs við Samtökin 78 undir lok síðustu aldar, en hef ekki verið mjög virkur í starfi félagsins undanfarin ár. Mig langar til að taka þátt í því að finna niðurstöðu í þeim deilum sem risið hafa svo að félagið geti áfram verið sameiginlegur vettvangur þeirra sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks.
Ég hef mikla reynslu af félagsstörfum, er ritari Félags framhaldsskólakennara, stjórnarmaður í Félagi dönskukennara og ritstjóri Málfríðar, tímarits tungumálakennara. Ég hef verið formaður Nemendafélags Kennaraháskólans, varaformaður BÍSN og BN, forseti Íslenska stúdentafélagsins í Kaupmannahöfn og í stjórn Félags íslenskra fræða, svo að einhver dæmi séu nefnd.
Nái ég kjöri í lagabreytingarnefnd mun ég beita mér fyrir því að lagaumgjörð félagsins verði eins skýr og í takt við nýja tíma og hægt er. Það er eðli laga að þeim þarf að breyta reglulega til að takast á við innanfélags- og samfélagslegar breytingar, þannig að engin lög geta orðið endanleg. Þó verður að búa svo um þau að þau geti ekki hamlað því að stjórn geti brugðist við vandamálum sem upp koma.
Að þessu sögðu tel ég rétt að ný regnhlífarsamtök verði stofnuð, undir öðru nafni, t.d. Hinsegin Ísland, og að Samtökin 78 verði á ný hagsmunafélag homma, lesbía og tvíkynhneigðra, undir þeirri regnhlíf,
Þá tel ég nauðsynlegt að finna lausn á því hvort og þá hvernig hagsmunafélög og/eða félagsfólk þeirra greiði félagsgjöld til Samtakanna 78. Eins og staðan er í dag getur það gerst að enginn félagsmanna í einhverju (jú, eða öllum) hagsmunafélaganna velji að vera félagsmaður beint í Samtökunum 78 og ákveði þess í stað að greiða bara félagsgjöld í sínu hagsmunafélagi. Samt héldi hagsmunafélagið öllum tengslum við Samtökin 78. Hvergi kemur neitt fram í lögum Samtakanna 78 hvort og hvernig hagsmunafélög greiði fyrir afnot af húsnæði, fyrir þjónustu eða eitthvað annað sem félagsgjöld hinna sem eru beinir félagar í Samtökunum 78 standa straum af. Það finnst mér ekki fyllilega sanngjarnt.
Ég legg ríka áherslu á að sættir náist og vonast ég til að fá tækifæri til að taka þátt í því.
Reynsla af starfi í Samtökunum 78: Er í Trúnaðarráði Samtakanna 78 fyrir hönd Trans Ísland og var einnig í Kjörnefnd fyrir seinasta Aðalfund. Sit einnig í Lagabreytinganefnd Trans Íslands þetta árið.
Önnur reynsla: Hef þekkingu af hópavinnu og ferlum þar sem ég er tölvunafræðingur að mennt og hef unnið í stórum hópum sem litlum. Ég vinn samkvæmt Agile/SCRUM aðferðum sem ég tel nýtilegt í ýmislegt eins og lagabreytinganefnd.
Helstu áherslur: Ég tel mikilvægt að núverandi laga umhverfi innan Samtakanna taki mið af þeim fjölbreytta hópi sem mynda Samtökin. Að ekki sé litið framhjá neinum hópi innan Samtakanna og að umhverfið þjóni hópnum frekar en öfugt.
Einnig tel ég mikilv&a
elig;gt að taka á þeim atriðum sem geta farið á mis og fylla í þær regluholur sem finnast innan Samtakanna eins og t.d. þær lagalegu flækjur sem Samtökin hafa þurft að kljást við núverandi ár.
Í því samhengi vil ég sjá Samtökin 78 móta sína framtíðarsýn svo að lögin verði jafnréttisgrundvöllur fyrir Hinsegin samfélagið á Íslandi.
Oh, 1000 Followers came after 1 hour ??