Framboð til stjórnar og trúnaðarráðs Samtakanna ´78 starfsárið 2013-2014
Framboð til formanns:
Anna Pála Sverrisdóttir
Anna Pála Sverrisdóttir býður sig fram til formennsku í Samtökunum ´78. Hún gekk í samtökin árið 2009 og hefur undanfarið ár setið í trúnaðarráði og sinnt nefndastarfi fyrir S78. Anna Pála leggur áherslu á Samtökin ´78 sem öflug og sýnileg baráttusamtök fyrir réttindum og lífsgæðum hinsegin fólks á Íslandi og í heiminum öllum. Nú þegar lagalegu jafnrétti sé að miklu leyti náð á Íslandi þurfi samtökin að finna sig í nýju hlutverki en fjölmörg verkefni séu enn óunnin eða krefjist sífelldrar vinnu, svo sem fræðslu- og ráðgjafarstarf.
Anna Pála er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og lagði áherslu á þjóðarétt og mannréttindi í námi, auk þess að hafa bætt við sig diplómagráðu í hagnýtum jafnréttisfræðum og kennt kvennarétt við Lagadeild HÍ. Anna Pála starfar nú hjá utanríkisráðuneytinu en hefur áður unnið sem lögfræðingur LÍN og hjá Persónuvernd auk blaðamennsku fyrir Morgunblaðið. Anna Pála hefur mikla reynslu af félagsstörfum og hefur meðal annars verið formaður Ungra jafnaðarmanna og setið á Alþingi sem varaþingkona Samfylkingar, í Háskólaráði og Stúdentaráði fyrir Röskvu og unnið að mannréttindamálum með Íslandi-Palestínu, Félagi Sameinuðu þjóðanna og Femínistafélagi Íslands. Anna Pála biður um umboð félagsmanna til að leiða öflugt starf samtakanna og virkja sem flest fólk úr þeim fjölbreytta hópi sem myndar Samtökin ´78.
Framboð til varaformanns:
Sigurður Júlíus Guðmundsson
Ég, Sigurður Júlíus Guðmundsson, býð mig fram til endurkjörs sem varaformaður Samtakanna ’78. Ég er 32 ára, menntaður sem fjölmiðlatæknir auk þess sem ég hef lokið námi í frumkvöðlafræðum og forritun. Ég starfa sem þjónustustjóri tæknisviðs hjá AP Media ehf. sem er tölvuþjónustufyrirtæki með mjög fjölbreytta starfsemi. Ég hef síðustu 10 ár starfað í ýmsu félagsstarfi þ.m.t. stjórnarsetu í Búddistafélaginu SGI á Íslandi ásamt störfum fyrir nemendafélag Borgarholtsskóla, starfsmannafélags Skjásins og Hjálparsíma Rauða Krossins svo eitthvað sé nefnt. Þá hef ég einnig verið hluti af róttæka hópnum Bleika hnefanum.
Nú hef ég sinnt starfi varaformanns í eitt ár en þar á undan sinnti ég meðstjórnendastörfum og setu í Trúnaðarráði.
Ég hef verið meðlimur samtakanna og komið að þeim með einhverjum hætti í 12 ár en auk stjórnar- og trúnaðarráðsstarfa hef ég einnig komið að stofnun Hýraugans, fréttabréfs Samtakanna ’78, Bleika hnefans og Hinsegin kórsins svo eitthvað sé nefnt. Ég hef verið með umsjón á ungliðastarfi Samtakanna ’78 ásamt fleira góðu fólki. Ég tók sæti í lagabreytinganefnd Samtakanna á síðasta ári og verið varamaður fyrir hönd Samtakanna ’78 í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands. Undanfarið ár hef ég einnig unnið að endurbótum á tölvukosti, samskiptatólum og netkerfum Samtakanna og mun halda því áfram á næstu mánuðum.
Ég sækist eftir því að halda áfram starfi mínu sem varaformaður þar sem mér finnst kröftum mínum vera vel varið.
Framboð til gjaldkera:
Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson
Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, íþrótta- og heilsufræðingur og heilsunuddari. Ég hef mikla löngun til að leggja fram krafta mína til að halda áfram að byggja upp það góða starf sem fer fram innan Samtakana ’78. Af félagsstörfum hef ég verið virkur meðlimur innan Íþróttafélagsins Styrmis og sat ég í eitt ár í trúnaðarráði Samtakanna ´78. Einnig hef ég setið sem formaður og meðstjórnandi Nemendafélags Íþróttafræðinema á Laugarvatni, ásamt því að gegna störfum formanns Íþróttafélags Íþróttafræðinema. Mín framtíðarsýn fyrir Samtökin ’78 eru þau að félagið standi áfram vörð um réttindi félagsmanna, ásamt því að ganga í það þarfa verk að eyða staðalímyndum og fordómum innan íþróttahreyfingarinnar. Mikilvægt er að halda traustum höndum um fjármál Samtakanna ´78 og tel ég mig vera vel í stakk búinn til að gegna því verkefni.
Framboð til ritara:
Svandís Anna Sigurðardóttir
Ég hef í gegnum námið mitt í kynjafræði einbeitt mér að mestu að mínu áhugasviði sem eru hinseginfræðin (samkynhneigð- og transfræði), og er með mjög góðan bakgrunn í þeim. Ég er mjög stolt og ánægð með það góða starf sem hefur verið unnið innan hinseginsamfélagsins á Íslandi og þau réttindi sem hafa áunnist, en ég tel að betur þurfi ef duga skal. Þrátt fyrir að lagaleg réttindi séu komin þýðir það ekki að félagsstaða fólks jafnist, við búum enn við gagnkynhneigt forræði; einfalt dæmi um þetta er það að uppnefna fólk samkynhneigt í þeim tilgangi að niðurlægja. Fræðsla og umræða um málefni og stöðu hinseginfólks þarf að vera virk í samfélaginu öllu ásamt virkri og gagnrýnni umræðu innan hinseginsamfélagsins. Ég tel að þetta sé lykillinn svo við sofnum ekki á verðinum. Ég vil sjá aukinn þrýsting beitt á Íslenska ríkið varðandi ættleiðingar hinseginfólks. Einnig vil ég tryggja að transfólk hafi fullan sjálfsákvörðunarrétt þegar kemur að þeirra kynvitund og skilgreiningu á henni. Ég tel mikilvægt að Samtökin ’78 komi þar t.d. að málum barna sem verið er að skilgreina með ‘kynáttunarvanda’ til að tryggja að umræðan sé jákvæð og uppbyggjandi fyrir börnin sem þar eiga í hlut.
Ég hlakka til að takast á við þau spennandi og krefjandi verkefni sem framundan eru hjá Samtökunum ’78.
Framboð til meðstjórnanda (3 embætti):
Fríða Agnarsdóttir
Fríða Agnarsdóttir er fædd 1974. Fríða lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1996 og B.ed prófi frá Kennaraháskóla Íslands 2003. Hún starfar sem smíðakennari í Háteigsskóla. Fríða hefur unnið á kaffihúsi Samtakanna ´78 síðan 2005, var í stjórn KMK (Konur með konum) frá 2004-2006 og í samstafsnefnd Hinsegin daga frá 2006-2009. Einnig hefur hún tekið að sér ýmis önnur verkefni fyrir Samtökin´78, KMK og Hinsegin daga. Fríða var í trúnaðaráði Samtakanna´78 2008, 2009 og 2010. Síðustu tvö stjórnar ár hefur Frí
ða verið ritari í stjórn Samtakanna ’78 en í þetta sinn býður hún sig fram í meðstjórnanda.
Natan Kolbeinsson
Ég, Natan Kolbeinsson, hef ákveðið að gefa kost á mér til að sitja sem meðstjórnandi í stjórn Samtakana ’78 fyrir komandi starfsár. Ég hef verið félagsmaður í Samtökunum í núna rúmt ár og var kjörinn í trúnaðarráð á síðasta aðalfundi.
Hef ég starfað innan fjölda félagasamtaka undafarinn ár og vona ég að sú reynsla og það tengslanet sem ég hef komið mér upp geti nýst Samtökunum til að efla og styrkja starfið enn frekar.
Ég hef trú á því að ef Samtökin ’78 ná að mynda stjórn sem endurspeglar þann mikla fjölbreytileika sem er í félaginu séu okkur allir vegir færir. Með sterka stjórn getum við þjappað okkur en frekar saman og sýnt fram á þann styrk sem býr í samfélagi hinseigin fólks á Íslandi. Framundan eru mörg spennandi verkefni og vonast ég eftir stuðningi ykkar til þess að geta tekið sem mestan þátt í að vinna þau.
Guðrún Arna Kristjánsdóttir
Ég heiti Guðrún Arna Kristjánsdóttir fædd árið 1981 og uppalin á Höfn í Hornafirði, elst 6 systkina. Ég er tveggja barna móðir og í sambúð. Búsett í Garðabæ og starfa sem sölukona. Ég hef mikinn áhuga á að starfa fyrir Samtökin og ekki síst þeim þætti sem snýr að börnum hinsegin foreldra. Stuðla að upplýstri umræðu í þjóðfélaginu og í skólum landsins. Og beita mér í frekari réttindabaráttu hinsegin fólks á Ísland. Mér finnst mikilvægt að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið á vegum Samtakana ´78 á síðustu árum. Ég sækist eftir kjöri sem meðstjórnandi Samtakana ´78.
Örn Danival Kristjánsson
Örn Danival Kristjánsson heiti ég og tilkynni hér með framboð mitt til meðstjórnanda í samtökunum 78.
Ég er transmaður og þriggja barna móðir. Ég kom fyrst út sem lesbía árið 2008 en hef þó vitað alla tíð að ég sé „hinseginn“ Eftir að hafa lifað sem lesbía í 3 ár fann ég að það var ekki rétt tilfining og ákvað þá í fyrsta skipti á ævinni að standa með sjálfum mér og gangast við því hver ég er í raun og veru.
Það hefur verið mikið og erfitt ferðalag síðustu 2 árin, en þó hef ég þroskast og lært alveg heilann helling. Strax í upphafi hafði ég mikinn áhuga á að hjálpa öðrum og réttindabaráttan var eitthvað sem ég tók strax þátt í, enda mjög mikilvæg og nauðsynlegt að halda henni á lofti.
Ég hef setið í stjórn Trans Ísland sem meðstjórnandi í eitt ár, ég tók einnig þátt í fræðslustarfinu þar og fór meðal annars með fræðslu á transmálefnum í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og í Háskólann í rvk. Ég hef lagt starfi S78 lið síðann 2009 með ýmsum sjálfboðastörfum, t.d. með þrifum, jólakortaskrifum, í jólabingóinu og mörgum öðrum „smástörfum“ Núna vill ég fá að taka þátt í starfinu sjálfu og leggja mitt að mörkum í þetta glæsilega og þarfa félag.
Ég veit að með reynslu minni og áhuga á réttinda málum hinsegins fólks hef ég margt að gefa, ég er ábyrgðarfullur og skila vel af mér því sem ég tek mér fyrir hendur, ég er óhræddur við að koma skoðunum mínum á framfæri og hef mikinn mettnað fyrir þessu starfi. Ég er mannblendinn og á gott með að vinna bæði einn og í hóp, er tillitsamur og ber virðingu fyrir öllum.
Réttindabarátta hinsegin fólks á Íslandi eru komin vel á veg en þó er enn langt í land og vill ég ólmur fá að taka þátt í að halda henni áfram ásamt því góða starfi sem Samtökin 78 eru.
Framboð til trúnaðarráðs (10 embætti):
Karítas Hrund Harðardóttir
Ég heiti Karitas Hrund Harðardóttir. Er fædd og uppalin í Þorlákshöfn. Er með BA gráðu í félagsráðgjöf og er að vinna á endurhæfingarheimili fyrir geðfatlaða á meðan ég bíð eftir að geta hafið nám í masternum í haust. Ég hef aldrei tekið þátt í starfi Samtakanna 78 en mér finnst þau vinna gott og nauðsynlegt starf sem mig langar að taka virkan þátt í. Ég tel mig hafa margt til málanna að leggja og vona að ég muni hafa möguleika á því.
Brynjólfur Magnússon
Brynjólfur Magnússon heiti ég en er kallaður Billi. Ég er á 25 aldursári og er borinn og barnfæddur í Þorlákshöfn. Ég er menntaður viðskiptalögfræðingur og starfa ég hjá Umboðsmanni skuldara en auk þess stend ég vaktina á barnum á Kiki queer bar.
Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram er sú að mig langar að leggja mitt að mörkum í réttindabaráttu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks sem og leggja lóð mín á vogaskálarnar í starfi Samtakanna 78.
Það er von mín að þið treystið mér fyrir þessu verkefni og kjósið mig í trúnaðarráð Samtakanna 78.
Auður Halldórsdóttir
Auður Halldórsdóttir er fæddist á Akureyri 1982 en ólst upp í Vestubæ Reykjavíkur. Hún er bókmenntafræðingur og verðandi bókasafns- og upplýsingafræðingur sem hefur tekið þátt í ýmsu félagsstarfi samkynkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks, þar á meðal setið í stjórn FSS, félags samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans stúdenta og ANSO, Association of Nordic LGBT student organizations. Einnig hefur hún setið í trúnaðarráði Samtakanna ’78 og sinnt fræðslu fyrir félagið.
Auður vill gjarnan leggja sitt af mörkum til að efla starfsemi Samtakanna ’78.
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson og býð mig fram til trúnaðarráðs Samtakanna 78. Ég er 35 ára hagfræðingur og vinn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Hingað til hef ég verið félagsmaður á hliðarlínunni en miðað við allt sem samtökin hafa gert fyrir mig og mína langar mig að þakka fyrir og leggja mitt af mörkum. Þó ég hafi ekki verið herra virkur í starfi Samtakanna þá er ég kunnugur allskonar félagsvafstri.
Samtökin eru umburðarlyndur vettvangur allskonar fólks með allskonar skoðanir. Það er gleðilegt hve góðum árangri þau hafa náð í réttindabaráttu okkar og starfsemin hefur eflst undanfarin ár. Starfið einkennist ekki af værukærð heldur gleðilegum metnaði, sem mér þ
ætti virkilega gaman að taka þátt í.
Gunnar Helgi Guðjónsson
Gunnar Helgi Guðjónsson heiti ég og er 31 árs gamall. Ég hef mikinn áhuga á því að starfa áfram í trúnaðarráði á næsta kjörtímabili. Mér finnst mjög skemmtilegt og áhugavert að vinna að félagsmálum. Ég hef starfað fyrir Samtökin ´78 (í bókasafninu og við önnur verkefni), verið varaformaður Fss(nú Q félag hinsegin stúdenta), setið í stjórn ANSO og verið sjálfboðaliði við Hinsegin daga. Ég lærði myndlist í Listaháskóla Íslands og er í MA námi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Mig langar að vinna frekar í barneignarmálum hinsegin fólks og efla menningarstarfsemi Samtakanna ´78. Bestu kveðjur og með von um stuðning ykkar, Gunnar Helgi
Andri Sævar Sigríksson
Ég vill bjóða fram krafta mína til setu í trúnaðarráði. Ég heiti Andri Sævar og er háskólanemi. Markmiðið almennt er að fræða fólk um hluti sem er alment er ekki mikið talað um eða misskilið eins og koma út úr skápnum að sé alltaf eins en í raunveruleikanum þá getur það verið fyndinn viðburður , taugastrekkjandi óvæntur vitburður bæði fyrir sá sem er að koma út úr skápnum og þá sem var komið út fyrir það veltur á persónunni en engin reynsla er eins.
Auður Magndís
Kæra kjörnefnd.
Ég vil gefa kosta á mér í trúnaðarráð samtakanna ´78.
Ég er áhugakona um félagslegt réttlæti og fjölbreytileika mannlífsins og vil gjarnan fá kost til að vinna að bættum hagi hinsegin fólks á Íslandi. Ég hef sérstakan áhuga á að efla umræðu um það hvernig önnur staða hinseginsfólks, t.d. kyn, fjölskyldustaða, uppruni og fötlun spilar inn í veruleika þeirra.
Ég er félagsfræðingur að mennt með kynjafræði sem aukagrein og starfa við rannsóknir hjá Háskóla Íslands. Hef verið virk í starfi Femínistafélags Íslands og var um tíma talskona þess félags. Með kveðju, Auður Magndís
Karla Dögg Karlsdóttir
Ég heiti Karla Dögg Karlsdóttir, fædd á Ísafirði 1964,ólst upp á Suðureyri við Súgandafjörð Útskrifaðist úr skúlptúrdeild Listaháskóla Íslands 1999. Tók myndlistakennararéttindi úr sama skóla 2008. Hef starfað í Kvennaathvarfinu síðan árið 2000 og samhliða sinnt listinni. Ég hef notið góðs af réttindabaráttu Samtakanna 78 í gegnum tíðina og langar nú að kynnast því góða starfi betur og leggja mitt af mörkum til samtakanna og býð mig því fram til trúnaðaráðs.
Birna Hrönn Björnsdóttir
Komiði sæl, ég heiti Birna Hrönn og mig langar að starfa fyrir Samtökin’78 í trúnarðarráði.
Nýverið lét ég af störfum á Lansanum þar sem ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur til að einbeita mér alfarið að starfi mínu hjá Pink Iceland, hinsegin ferða-, viðburða-, brúðkaups- og partýfyrirtæki þar sem að ég er einn þriggja eigenda. Einnig er ég plötusnúður í dj-dúóinu Dj Glimmer.
Ég hef áður starfað fyrir Samtökin’78, í uppáhaldi eru árin sem að ég fór fyrir ungliðastarfi Samtakanna og einnig fræðslustarfið sem að ég leiddi og tók þátt í, um tíðina hef ég talað við mörg þúsund ungmenni um Samtökin’78, að koma útúr skápnum og hinsegin samfélagið. Ég hef starfað fyrir Hinsegin daga í samstarfsnefnd um árabil og rak gleðistaðina Trúnó og Barböru.
Mig langar að nýta bæði sterka og litríka tengingu mína við hinsegin samfélagið og tengingu mína við heilbrigðiskerfið í störfum mínum í trúnaðarráði.
Arna Arinbjarnardóttir
Skoðunarmenn reikninga (2 embætti):
Dagur Eiríksson Mörk
Svavar Gunnar Jónsson
En iyi bonuslar ve en hızlı finansal işlemler Casinovale`de!!! Sende gel hemen kazanmaya başla…
Video ke stažení instagram ios online
ipad instagram koluti preuzimanje
instagram hikaye indirme
„Instagram“ planšetinių kompiuterių ritės parsisiųsti
Příběh instagram ios ke stažení
Instagram-Downloader
download instagram video
fitness community
brandon curry
instagram hikaye indir
macbook insta reels download
insta photo downloader
descarga de fotos en línea de instagram iphone
I saw exactly the people I predicted, the app is absolutely real ??
steve cook
ios quality instagram profile picture download
download images from instagram without program
ios quality instagram video download
instagram computer profile picture download
mac free instagram image download
iphone insta igtv download
Instagram profile picture download
ipad ig image download
https://gymsozluk.com
https://gymsozluk.com
https://gymsozluk.com
https://gymsozluk.com
ig video downloader
https://gymsozluk.com
https://gymsozluk.com
https://gymsozluk.com
https://gymsozluk.com
https://gymsozluk.com
https://gymsozluk.com
ig photo download
twitagra
twitagra
twitagra
twitagra
twitagra
twitagra
Delete Facebook Account
How Many Registered Voters In The Us 2020
How To Delete Apps On Mac
Frida Sofia
Lou Sulola Samuel
https://www.google.sr/url?q=https://www.gogegi.com
http://images.google.com.om/url?q=https://www.gogegi.com
https://maps.google.fm/url?q=https://www.gogegi.com
http://www.google.com.pr/url?q=https://www.gogegi.com
https://www.google.to/url?q=https://www.gogegi.com
http://www.google.com.ly/url?q=https://www.gogegi.com
https://images.google.ac/url?q=https://www.gogegi.com
http://www.google.ae/url?q=https://www.gogegi.com
http://images.google.com.ai/url?q=https://www.gogegi.com
http://maps.google.vg/url?q=https://www.gogegi.com
http://www.redfriday.hu/redirect/redirect.php?url=https://www.gogegi.comtwitter/index.php/anyairvin/all
https://www.google.ki/url?q=https://www.gogegi.com
https://images.google.am/url?q=https://www.gogegi.com
https://images.google.com.np/url?q=https://www.gogegi.com
https://images.google.lu/url?q=https://www.gogegi.com