Fundur hjá FAS

By 25. október, 2004Fréttir

Tilkynningar Stuðningsfundir eru haldnir 2. og 4. hvern miðvikudag hjá FAS haustið 2004.

Næsti fundur verður 27. október í félagsmiðstöð Samtakanna ´78, Laugarvegi 3, 4. hæð. Fundurinn hefst kl. 20:30. Ef fólk hefur þörf fyrir rólega stund og spjall fyrir fundinn er alltaf einhver til staðar frá kl 20:00. Umræðuefni fundarins er: Grunnskólinn og samkynhneigð.

Markmið okkar er að hittast og deila hvert með öðru reynslu okkar, styrk og vonum. Við leggjum rækt við okkur sjálf og teljum að með því séum við betur aflögufær til að vera bakhjarlar við ástvini okkar.

Við vinnum að fræðslu bæði opnum fundum og einnig innan okkar hóps. Markmið okkar er að efla umræðu í okkar nánasta umhverfi og út í samfélagið, til að auka skilning og þekkingu á samkynhneigð sem er fjölskyldumál.

Næstu fundir hjá FAS:

27. október, 10. nóvember, 24. nóvember og 8. desember. 11. desemeber verður samverustund á aðventu sem hefst klukkan 16:00. Dagskra ofangreindra funda verður nánar auglýst síðar.

30 Comments

Skrifaðu athugasemd