Hinsegin aðfangadagskvöld // queer xmas eve

By 14. desember, 2017Fréttir

(English below) 
Í annað sinn ætla Samtökin '78 að hafa opið hús á aðfangadagskvöld. Þetta var gert í fyrra og heppnaðist stórvel svo við viljum endurtaka leikinn.
Við bjóðum uppá hátíðamat og hinsegin vingjarnlegt umhverfi. Fólk má gjarnan taka eitthvað með sér einnig til að borða eða drekka. Athugið að þetta er áfengislaust kvöld. 
Ef þið eruð með ofnæmi eða séróskir varðandi mat má koma því á framfæri hér.

Viðburðurinn er hinsegin vingjarnlegur og því nauðsynlegt að allir leggi sig fram við að skapa góða stemningu og virða fornöfn og fjölbreytileika hópsins.
Hver og einn þátttakandi getur iðkað sína trú út af fyrir sig en viðburðurinn sjálfur ekki tengdur neinni trú umfram aðra. 

Eftir matinn verður farið í lítinn jólagjafaleik. Við hvetjum fólk til að koma með lítinn pakka að andvirði u.þ.b. 1000-2000 kr ef það hefur tök á en þetta er alls ekki nauðsynlegt til að geta tekið þátt í kvöldinu. Nokkrar gjafir verða á svæðinu svo enginn fer tómhentur út 🙂 

Guðmunda opnar húsið og byrjar að elda kl 17.00 og fólki er velkomið að koma og hjálpa til. Maturinn verður snæddur í kringum 19.00 Eftir mat er svo litli jólagjafaleikurinn. Gert er ráð fyrir að hann klárist í kringum 22.00

Mæta má hvenær sem er kvöldins og allir eru hjartanlega velkomnir, hinsegin eða ekki hinsegin, sem bera virðingu fyrir hinsegin fólki 🙂 Húsnæðið er aðgengilegt. Sjá má facebook viðburð fyrir kvöldið hér

—————–
Samtökin '78 will have an open house at Christmas eve, December 24th. We will offer Christmas dinner and LGBTPQIA friendly atmosphere. You are also welcome to bring some food. Please note that alcohol is not permitted. 
If you have special wishes or allergies please inform us here.

This is a LGBTPQIA friendly event so it is important that everybody shows their utmost respect for everybody else. People are welcome to celebrate their religion of choice individually but the event itself is non-religious.

After dinner we will exchange gifts. It would be lovely if everyone who is able would bring a small gift (1000-2000 ISK) but this is by no means necessary. We will also provide some gifts 🙂 
Guðmunda will open the house at 5 pm and dinner will start at 7 pm. You are welcome to join at any time. 

Everybody welcome, LGBTQIA or not. The building is accessible. A facebook event can be seen here

One Comment

Skrifaðu athugasemd