Kjörnefnd 2018 kallar eftir framboðum

By 29. janúar, 2018Fréttir

(English below)

Aðalfundur Samtakanna ‘78 fyrir starfsárið 2017–2018 verður haldinn 4. mars næstkomandi í húsnæði Samtakanna ‘78 við Suðurgötu 3, 101 Reykjavík. Rétt til fundarsetu hefur allt skráð félagsfólk sem greitt hefur félagsgjöld fyrir árið 2018. Hægt er að skrá sig sem félaga hér. 
 
Af þessu tilefni kallar kjörnefnd Samtakanna ‘78 eftir framboðum til stjórnar, trúnaðarráðs og skoðunarmanna reikninga. Einnig óskar kjörnefnd eftir ábendingum um áhugasama frambjóðendur. Verklagsreglur kjörnefndar má finna hér.
 
Framboð til stjórnar, og varaframboð sé þess óskað, skulu berast á netfangið kjornefnd@samtokin78.is í síðasta lagi 18. febrúar 2018. Tilgreina skal hvaða embætti frambjóðandi sækist eftir og til hve langs tíma (ef við á). Varaframboð er valkvætt og tekur gildi nái viðkomandi ekki kjöri í tilsett embætti. 
 
Þau sem bjóða sig fram til trúnaðarráðs og sem skoðunarmanna reikninga eru beðin að skila framboði sínu skriflega til kjörnefndar fyrir aðalfund og tilgreina hvaða embætti þau sækjast eftir. 
 
Kjörnefnd óskar eftir því að frambjóðendur til stjórnar og trúnaðarráðs svari nokkrum spurningum (sjá neðar) en svörin verða notuð við kynningu á framboðum.
 
Vakin er athygli á því að á aðalfundi 2017 voru samþykktar lagabreytingar þess efnis að nú er ekki kosið í önnur embætti innan stjórnar en formann. Enn fremur eru stjórnarmenn í ár ýmist kosnir til eins eða tveggja ára. Samkvæmt grein 3.4.1. er auglýst eftir eftirfarandi framboðum árið 2018:
 
  • Til formanns (eitt ár)
  • Til stjórnar (á aðalfundi 2018 skal kjósa þrjá aðila til tveggja ára)
  • Til stjórnar (á aðalfundi 2018 skal kjósa þrjá aðila til eins árs)
  • Framboð til trúnaðarráðs (tíu embætti) og skoðunarmanna reikninga (tvö embætti) eru til eins árs.
 
Í grein 4.1. segir: „Stjórn samanstendur af formanni og 6 stjórnarmeðlimum. Stjórnarmeðlimir skipta með sér hlutverkum varaformanns, ritara, gjaldkera, alþjóðafulltrúa og tveggja meðstjórnenda.“ Trúnaðarráð er skipað 10 einstaklingum sem í sameiningu velja sér formann og áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundi að loknum aðalfundi. 
 
Til þess að tryggja fjölbreyttan hóp frambjóðenda, í samræmi við þann fjölbreytta hóp sem félagar Samtakanna ‘78 eru, hvetur kjörnefnd sérstaklega fólk á öllum aldri, af öllum kynþáttum, uppruna, líkamsgetu, menntun og bakgrunni til þess að bjóða sig fram í komandi kosningum.
 
Í kjörnefnd sitja:
Ásta Kristín Benediktsdóttir, formaður kjörnefndar
Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds
Svanfríður Anna Lárusdóttir
 
Nánari upplýsingar um störf stjórnar og trúnaðarráðs má finna í lögum Samtakanna ’78. Einnig má hafa samband við kjörnefnd með því að senda póst á ofangreint netfang. Verklagsreglur kjörnefndar um framkvæmd kosninganna má nálgast hér.
 
Kjörnefnd óskar eftir því að frambjóðendur svari eftirfarandi spurningum og sendi mynd af sér með framboðinu:
1. Spurningar fyrir alla frambjóðendur:
1.1 Nafn og aldur.
1.2 Fyrri reynsla (t.d. menntun, starf, félagsstörf og þess háttar),
1.3 Stutt samantekt á núverandi högum (m.a. fjölskylduhagir og annað sem frambjóðandi vill taka fram).
1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna '78.
 
2. Spurningar fyrir frambjóðendur í stjórn:
2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna '78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?
2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna '78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, hverju hefur þú helst áhuga á að vinna að sem stjórnarmeðlimur, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis.)
 
3. Spurningar fyrir frambjóðendur í trúnaðarráð:
3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2018–2019 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
 
 
 
The Election Committee Calls for Candidates
 
 
Election to the board and advisory council of Samtökin ‘78 will take place at Samtökin’s annual general meeting on March 4th 2018 at Suðurgata 3, 101 Reykjavík. All registered members who have renewed their membership (paid fees for 2018) are welcome to take part in the meeting and the election. To register as a member of Samtökin ‘78 please click here. 
 
The organisation’s election committee calls for candidates for positions on the board, advisory council and auditors, and encourages members to suggest possible candidates. The election committee has approved procedures, that you may find here.
 
Candidates for the board are asked to state which position they wish to run for, if they run for one or two years (board members only), and an alternative position if they so wish, via email to kjornefnd@samtokin78.is n
o later than February 18th
. Candidates can, but are not obliged to, state an alternative position they will run for if they are not elected for their chosen position. 
 
Candidates for the advisory council and auditor positions are asked to inform the election committee which position they run for via email before the annual general meeting.
 
The election committee kindly asks all candidates to answer a few questions (see below) that will be used to introduce them on Samtökin ‘78’s website.
 
 
This year the annual general meeting votes for the following positions:
 
  • President (one year)
  • Three board members (two years)
  • Three board members (one year)
  • Ten advisory council members
  • Two auditors
 
After the annual general meeting, the new board nominates a vice president, international secretariat, secretary, treasurer and two board members. The advisory council similarly chooses a chair and a board observer.
 
To help ensure a diverse group of candidates who reflect the diverse members of Samtökin ‘78 the election committee encourages members of all ages, ethnicities, origins, abilities and education backgrounds to run for the upcoming elections. 
 
The election committee members are:
• Ásta Kristín Benediktsdóttir, chairman
• Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds
• Svanfríður Anna Lárusdóttir
 
 
Further information about the board and advisory council of Samtökin ‘78 and their work can be found (in Icelandic) in the law of Samtökin ’78 on the organisation’s website, or by contacting the election committee (kjornefnd@samtokin78.is).
 
 
We kindly ask all candidates to answer the following questions and send a photo of themselves:
 
1. Questions for all candidates:
1.1 Name and age
1.2 Past experience (e.g. education, work, volunteer work etc)
1.3 A short summary of your current situation and experience (e.g. family, hobbies and anything else that the candidate would like to state)
1.4 Past work/projects for Samtökin ‘78
 
2. Questions for candidates seeking board positions:
2.1 What is your view on Samtökin ‘78 and the work the organisation has been involved in in the past few years? 
2.2 What is your vision for the future of Samtökin ‘78 and in which field/s do you think you will most be able to contribute? (What projects should be focused on, where do your interests lie within Samtökin ‘78, what actions must be taken, etc.)
 
3. Questions for candidates seeking advisory council positions:
3.1 What do you think the advisory council should focus on in the upcoming year, and how will your strengths benefit the council and Samtökin ‘78? (projects, actions etc.)
3.2 Other information that you would like to share

2 Comments

Skrifaðu athugasemd