Kynningarfundur BDSM félagsins á Íslandi og Hinsegin Norðurland

Fimmtudagur 25.2. 2016

Fundurinn var haldinn í húsnæði Samtakanna 78 Suðurgötu.

Kynningarfundur BDSMfélagsins á Íslandi og Hinsegin Norðurland

Hilmar Magnússon, formaður Samtakanna býður fundinn velkominn. Hann gerir skil á efni fundarins en við erum saman komin til að fræðast um þau tvö félög sem hafa óskað eftir aðild að Samtökunum. Hilmar kynnir aðalfundinn sem haldinn verður 3.mars en það stefnir í margmenni og dagskráin verður fjölbreytt.
Á aðalfundinum munu fara fram kosningar enda margir í framboði og svo verður kosið um aðild tveggja félaga, HIN Hinsegin Norðurland og BDSM Ísland.

Hilmar hefur orðið var við skiptar skoðanir innan Samtakanna um umsóknina og þá helst BDSM félagsins og brá stjórn þá á það ráð að halda þennan kynningarfund. Fólk hefur spurt sig um hluti eins og td hvort BDSM félög hafi aðild að hinseginhreyfingum í norðurlöndunum og nágrannalöndum. Til dæmis í Noregi er það svo, og aðspurð hefur okkur verið tjáð að sú aðild hafi verið umdeild til að byrja með. Norðmennirnir höfðu hinsvegar í dag ekkert nema gott um þetta að segja.
Auður tjáir okkur að BDSM félagið hafi verið í 20 ár í þeirra félagi. BDSM kemur inn í kynfræðslupakka en ekki með neinum afgerandi hætti.
Hilmar bendir á að við viljum oft fylgja fordæmi nágrannalanda. Hilmar kynnir Maríu Ólafsdóttur frá Hinsegin Norðurland og Magnús Hákonarson frá BDSM Ísland.
Hvort þeirra fær nú tíu mínútur til að kynna starfsemi sína.

Magnús kynnir sig og byrjar á að ræða ímyndina. “Þetta hefur verið bölvaður slagur því steríótýpan er brútal. Þegar maður leitar að myndum er erfitt að finna myndir sem koma að BDSM án þess að þær séu mjög stereótýpískar.” Magnús sýnir okkur mynd frá Noregi og kynningarstarfinu þar.
“Hvað er BDSM” í grunninn er það það margþætt og vítt að það er erfitt að skilgreina það öðruvísi en þetta er bara ramminn utan um athafnir sem byggir á samþykki og rammar inn hegðun eða atferli. Það sem fer innan rammans er bara það sem þú vilt.”
 
Hvað eigum við sameiginlegt?

Það er baráttan gegn fordómum. Ef maður skoða sögulegan litteratúr þá er BDSM fólk 30 árum á eftir samkynhneigðum en annars er þetta svipað. BDSM fólk er að koma út úr skápnum. Áhersla félagsins er uppbygging sjálfsímyndar enda margir sem líður illa. Það er einnig mikið overlap á þessum hópum, það má segja að þegar fólk passar ekki í eitt box þá veltir það fyrir sér: “hvað með hin boxin, passa ég í þau?”

Fordómar: “Um daginn birtist frétt um glæru úr þroskasálfræði sem afgreiðir kynhneigða hegðun sem afbrigðilega. Magnús sýnir okkur dæmi um að baráttan þar sneri aðalega að því að koma BDSM af sjúkdómaskránni. Þetta var fyrst tekið út af í Noregi, þar 2010, Finnland 2011 og BDSM fólk var tekið út af skránni núna fyrir jól. Baráttan heldur þó áfram
Hinsegin hinsegin fólk, LGBT fólk sem fílar BDSM er sá hópur sem fer langverst út úr fordómum. Þegar það eru grá svæði fara þessir minnihlutahópar sérstaklega verr út úr þeim. BDSMfólk kemur út úr skápnum, sumir segja að það sé eins og með hinsegin fólk, sumir segja ekki en þetta er erfitt fyrir marga. Þetta er ferli fyrir marga, en það eru ekki allir sem upplifa BDSM sem part af sinni kynvitund enda eru ekki allir gagnkynhneigðir sem sofa hjá sama kyni af og til sem líta á sig sem tvíkynhneigða, þetta er ekki svo einfalt. Það er ekki til nein ein skilgreining á kynhneigð.”

Tungumálið:
Annað mál sem er erfitt fyrir marga og það er tungumálið, það er að segja. Hvernig getum við staðsett okkur, það vantar hugtök? Magnús grínaðist sjálfur með það í mörg ár að hann væri BDSM hneigður. Síðar fór hann að segja bara blákalt að þetta væri partur af því hver hann er og það eru fleiri og fleiri farnir að tilgreina hneigðina sem part af sinni vitund.

“Hvers vegna viljum við vera aðili að samtökunum?”
Samtökin eru sterkt nafn og rosalega áberandi. Ef við horfum á það sem var gert í noregi þá er einn frontur hinsegin fólks sem allir fara undir. Það er mun sterkara en margar hinsegin hreyfingar. Ef öll félögin væru ótengd væru öll samskipti mun erfiðari.
5% þeirra sem skoða feisbúkk hjá BDSM félaginu eru 13-17 ára. Það sýnir að það þarf að fræða heilbrigðisstéttina.
Lagasetningar sem geta varðað BDSM þar þarf alltaf að hafa varann á. Í Bretlandi til dæmis ef þú veitir einhverju marblett má kæra þig fyrir líkamsárás. Það eru ýmis lög sem gera BDSM ástundun beinlínis ólöglega. Enda er gott að hafa ráðgjöf á einum stað.

María frá hinsegin Norðurland tekur orðið.
Hinsegin Norðurland er félag sem er mestmegnis starfandi á Akureyri en er einnig með smá útibú á Húsavík. Félagið var stofnað á bilinu 2011-2012. Þetta er frekar nýtt félag. María var sjálf með í hópnum sem startaði þessu 2007-2008 þá byrjuðu framhaldsskólanemar að hittast á kaffihúsum en ástæðan var að þau vissu af nokkrum krökkum sem voru áhugasöm um einhverja starfsemi. Úr þessu varð félag en þau eru með húsn&aeli
g;ði á akureyri og aðgang að fundarherbergi. Frá byrjun hafa þau verið með fræðslu, en þau hafa farið í framhaldsskólana á akureyri. Svo þegar Ugla kom byrjuðu hlutir að gerast. Hún var formaður félagsins um 2010 en þau fóru í kjölfarið að fara í fleiri skóla víða um land, einnig grunnskóla. Meðalaldurinn í hópnum er um 19 ára. Þetta hefur ekki verið hraðvaxandi en hefur undið upp á sig. Þau eru komin í samstarf við akureyrarbæ um hinsegin fræðslu. Í þar næstu viku munu krakkarnir fyrir norðan munu krakkarnir fyrir norðan koma saman um hvernig gera má kynfræðslu hinsegin vænni. Aðal ástæða félagsins er fræðslan en til dæmis á Kópaskeri kom drengur úr skápnum og var sá eini í bæjarfélaginu sem hafði komið út opinberlega. Það getur orðið fólksflótti í kjölfarið þar sem það vantar svona starfsemi. Hugmyndin er að reyna að styrkja fræðsluna með því að vera í meira samstarfi við Reykjavík. Félagið deyr alltaf á nokkurra ára fresti þegar stjórnin fer suður í framhaldsskóla en María telur að með stuðningsneti Samtakanna væri auðveldara að halda starfseminni á lífi.

Spurningar og svör:

 

“Hvað meinar Magnús með orðinu kynvitund”
Kynvitund er ein af þýðingunum á orðinu sexual identidy. Íslenskan er fátæk af orðum tengdu kyni og öllu því. Magnús telur sig hafa tekið þetta af vísindavefnum.
Lagt er til úr sal að notast sé fremur við orðið “kynverund” en “kynvitund” þar sem það er talið eiga betur til. Magnús segist telja kynverund eiga við allt, gender identidy og sexual identity.

“Fyrir hvað standa stafirnir BDSM” BDSM er á ensku bondage domination submission sadism og masokism. Þetta eru sex skammstafanir sem troðið er í fjóra stafi. Á íslensku þýtt sem bindingar drottnun, sadismi og masókismi.

“Hinsegin Norðurland, er aldurstakmark?” nei, þetta er hugsað sem allsherjarfélag en á fundum eru þetta oftast 16-20 ára en það er ótrúlegt hvað það hefur verið mikil starfsemi hjá þessum unga hóp. Dragdrottning Íslands hefur verið haldið af félaginu og þess má geta að dragdrottning íslands steig þar sín fyrstu skref.

Spurningar af vefnum:
11 spurningar bárust og þær eru allar fyrir Magnús.

“Hvað á BDSM fólk sameiginlegt með þeim sem tilheyra samtökunum 78”
“Hvaða erindi á BDSM félagið í samtökin, afhverju ekki bara sérfélag?”

Magnús: Er BDSM hinsegin? Mitt svar er já, ef fólk lítur á sig sem hinsegin þá er það hinsegin og þá er eðlilegt að BDSM fólk sé partur af hinsegin hreyfingu. Ef við lítum á að BDSM geti ekki verið hinsegin þá er engin ástæða til að vera partur af hinsegin hreyfingu. Í grunnin kemru þetta niður á spuunringuna: Getur BDSM verið hinsegin. Það er fullt af BDSM fólki sem lítur á það sem sitt sexual identity svo það er klárlega hinsegin. Það er fullt af fólki sem veit ekki einusinni af möguleikanum að líta á sig sem hinsegin og hefur spurt sig “er BDSM nógu hinsegin?” Þið þurfið að svara því.

Hilmar: Ég hef heyrt spurninguna:BDSM er þvert á allt, passar ekki inn í skilgrieninguna því nú er straight fólk að aðhyllast BDSM.

Magnús: Það er alveg eins og það er til straight fólk sem sefur hjá sama kyni af og til sem lítur ekki á sig sem annað enstraigt. Ef við skoðum hlutfall gagnkynhneigðra innan BDSM samfélagsins eru það um 50% svo það segir mér að þetta sé ekki svo einfalt, þetta er miklu meiri blanda en maður myndi ætla.

“Sagðiru að 50% félaga í BDSM væru heteró?” Já það eru tölur frá Bandaríkjunum, könnun sem var gerð í kringum 2000 og 2008 og þá var hlutfall gagnkynhneigðra á milli 40-50% og það er sama trend og við erum að sjá hér?

“Hvert er þá hlutfall homma og lesbía hérna í BDSM?” ég hef ekki skoðað það beint en ef við skoðum til dæmis einkamál.is þá er það örlítið hærra í BDSMhópnum en þar eru aðalega tvíkynhneigðir sem fara upp úr öllu valdi þar, og það eru tölur sem haldast stöðugar.

Spurt ú sal:
“Finnst þérað 50% af félögum í BDSM eigi erindi í félag sem styður homma, lesbíur, trans og svo framvegis, á heteró fólk erindi í þetta félag?”

Innskot úr sal: “Á heteró trans fólk erindi í samtökin?”
Magnús: ef BDSM er skilgreint sem hneigð þá já, ef fólk skilgreinir sig hinsegin.
Hilmar: Samtökin mismuna fólki ekki eftir hneigðum. Maður veit ekki fyrirfram alla flóruna og hvernig landið liggur. Þetta er breyting frá því sem áður var í þessu félagi.

Innskot úr sal:
“Þó það séu 50% félagsmanna gagnkynhneigðir þá geta þeir alveg skilgreint BDSM hneigðina sem hinsegin”

“Hvað gerir BDSM félagið til að sporna við því að ofbeldismenn geti notað hneigðina sem afsökun” Í fyrsta lagi er mikilvægt að opna umræðuna um ofbeldi að fólk geti talað um ofbeldi. Við vorum með kynningarfund fyrir stígamót í haust þar sem við vorum að opna línur þangað inn bæði fyrir BDSM fólk sem hefur upplifað ofbeldi að þau eigi auðveldara með að fara með þangað. Opin umræða og opin samskipti eru einfaldasta leiðin til að tækla þetta. Útskúfun á ofbeldismönnum er önnur leið en það er flóki&e
th; að tækla það. Mikilvægast er að línur séu skýrar og fólk eigi auðveldara með að tjá sig.

Hilmar: “Ég velti fyrir mér hvort fólk tengi BDSM oft við ofbeldi”
Magnús: Það sem maður er hræddastur við er að fólk feli ofbeldi á bak við BDSM og besta leiðin ti að tækla það er með fræðslu, það eiga allir að setja sér mörk og fólk á að virða þau mörk bæði varðandi BDSM og allt annað. Samskipti, fræðslan um að þekkja ofbeldi er stór partur af þessu.

“Er BDSM kynhneigð?” Fyrir mér já. Getur verið það, ekki fyrir öllum.

“hversi mikla BDSM fræðslu telur þú eiga erindi í grunnskóla og við hvaða skólastig ætti að hefja þá fræðslu?”
Þegar ég sá fréttablaðið sá ég fyrir mér einhvern að mæta með svipu í grunnskóla, það er auðvelt að ímynda sér það svoleiðis en nei. Það sem við erum að sjá er ungt fólk sem er orðið 18 ára og er búið að stunda BDSM í mörg ár og þá kemur ótrúlega oft í ljós að þessir krakkar, á þessu tímabili er búið að vera að gera eiginlega bara það hættilegasta. Eina fræðsluefnið sem er til fyrir þessa krakka er á vafasömum vefsíðum, þau eru að stunda kyrfinga og kæfingaleiki. Fræðslan sem ég sé fyrir mér er númer eitt að BDSM fólk er til, þetta er partur af flórunni. Ef þú ert að upplifa BDSM hvatir þá er lína sem hægt er að ganga eftir. Þetta er í rauninni fyrir mér, ég hugsa mikið út í það hvað hefði ég viljað hafa þegar ég var á þessum aldri. Svo er líka spurningin: hvað ber að varast? Í hinseginfræðslu í grunnskólum er ekki verið að kenna krökkum að stunda endaþarmsmök. Við viljum ekki kenna krökkum hvernig á að binda kennarann, það er bara mikilvægt að fræða þau um að þau eru ekki ein, hvert þau geta leitað og bara hvað ber að varast. Þetta er hlutur sem við leggjum áherslu á.

Spurt úr sal: “Geturðu sagt okkur eitthvað um siðareglur félagsins, eru þær til?” Í lögum félagsins gengur þetta út á að samþykki sé í lagi, að þetta sé allt alltaf óþvingað. Það eiga allir að vera á jafningjagrundvelli þegar þeir eru að tala saman um hvað er verið að gera. Þetta er grunnurinn, að fólk sé á jafnréttisgrundvelli þegar það ætlar að gera eitthvað. Það gildir það sama ef ég ætla að kyssa einhvern eða slá einhvern

Spurt úr sal: “Einsog með dýpt sambandana, það að kyssa einhvern eða gera eitthvað, eru BDSM sambönd alveg frá því að vera one night stand í að vera hjónaband?” Já það er öll flóran, það er slatti af samböndum þar sem dýnamíkin gengur út á BDSM og sambandið byggir á því í grunninn.

Spurning af vef: “Þar sem hinsegin nær yfir þrjú hugtak, kynhneigð, kyn og kyneinkenni, þyrfti þá með aðild að endurskilgreina það?” Mér finnst það hvernig fólk stundar kynlíf ekki eiga heima undan hinsegin reglunni. Það er slæmt að BDSM hafi verið stundað sem geðsjúkdómur. Fólk sem er BDSM getur verið skilgreint sem hinsegin að það passar ekki undir hina almennu skilgreiningu. Ef við ætlum að hleypa þeim inn, hvar á þá að draga mörgin? Vill BDSM fólk vera í samtökunum af því bara?“
Innskot úr sal: Þú hefur sagt nokkrum sinnum að þú teljir BDSM kynhneigð og spurningin felur í sér að það geti ekki verið svo hluta af spurningunni hefur núþegar verið svarað.
Magnús: Ég var með fyrirlestur í haust fyrir norræna kynfræðinga þar sem ég fjallaði um BDSM sem hneigð og tuðaði yfir því að það vantaði orð og hugtök en það aftrar að fólki. Engin annar en við sjálf getum skilgreint okkur. Á meðan orðin og hugtökin eru ekki á hreinu er erfitt fyrir fólk að staðsetja sig.
Svarið við því á BDSM að vera í hinsegin fræðslu: því hefur núþegar verið svarað.

Magnús: það má bæta við “Hvar setur maður mörkin” við erum að tala núna um hinsegin sem tengt kynferði á einhvern hátt. Ég ætla að nota enska orðið sexual sem nær yfir kyn og kynhegðun og alla flóruna og við erum á þeim mörkum. Ef einhver upplifir sig sem eitthvað sem órjúfanlegan part af sér þá finnst mér það þýða að hann sé hinsegin, en ég ætla ekki að dæma það fyrir hvern fyrir sig.

“Er þetta markmið sem mætti ná án þess að vera hluti af samtökunum” Það veikir hinsegin hreyfinguna ef hún er uppbyggð af mörgum regnhlifum, þá eru komnir fleiri snertifleti gagnvart opinberum aðilum. Ein regnhlíf styrkir hinsegin fólk sterkara en að vera með mörg félög.

“Hvernig sérðu fyrir þér þátttöku í pride?” Við höfum óbeint tekið þátt. BDSM fólk var oft með sératriði og svo var nokkrum boðið í atriði með öðrum. Varðandi atriði sem ég sé fyrir mér þá langar mig að kveikja aftur á glærunni. Mig langar að sýna ykkur hvernig ég sé fyrir mér gönguna. Ég ætla ekki að segja að þetta verði einhvernveginn svona.
Magnús birtir myd af hópi fólks sem heldur á grængulum fána en sýnir að fólkið er í sjálfu sér ekki mikið öðruvísi. Vandamál BDSM fólks er að við erum að berjast við sterí&
oacute;týpuna. Þetta er öll flóran og miklu meira en leður og latex. Þeir sem eru að stunda BDSM eru oftast bara einsog hver annar, á  nærbuxunum. Þetta er öll flóran, þetta er bara fólk.

 

“Er mikið af fjölskyldufólki í félaginu sem á börn?” Það er mikið af BDSM fjölskyldufólki sem á börn já. Meðaladurinn í BDSM senunni er kannski yngra fólk, meira fólk sem er á djamminu en það er fullt af fólki sem á börn og margir sem eiga ekki börn.

 

“Hversu stórt er félagið, hvað eru margir meðlimir og sérðu fyrir þér að það myndi stækka með aðild?” Þetta er flókin spurning. Þegar spurt er hve margir eru fyrir BDSM þá er svarið skv rannsóknum á milli 2-60% það er á því bili. Það er nefnilega skilgreining hvað er tekið með í þann hatt. Á Íslandi í félaginu eru um 4000 skráðir meðlimir á samfélagsmiðli BDSM fólks í heiminum. Þetta er langstærsta hlutfall sem ég veit um. Af þeim sem eru að taka þátt í viðburðum, það eru tvær senur ein á akureyri og ein á höfuðborgarsvæðinu og þetta eru um 200-250 manns.

“Þú talar um senuna og svo félagið, hver er munurinn?” Í hruninu þá krassaði félagið, ótengt hruninu samt. En við endurvöktum grasrótina 2010 og við breyttum félaginu, grasrótin er senan. Félagið var tekið út úr öllu starfinu og félagið er bara fræðsluvettvangur. Starf félagsins er ekkert annað en bara það. Senan eða grasrótin þar eru reglulegir hittingar og partý en félagið kemur ekki nálægt því. Þegar við fórum að tala við norðmenn fyrir nokkrum árum höfðu þeir gert það sama, að draga félagið út og leitast eftir meiri stöðugleika.

“Eru sálfræðingar og félagsfræðinga innan ykkar raða sem geta sinn stuðningi og annars viðtöl?” Nei það er eitt af því sem okkur langar að byggja upp, það er að segja að það sé aðgangur að stuðningsaðilum til að geta veitt stuðning. BDSM fólk sem er að leita til sálfræðinga og þess hátar er að eyða fyrstu tímunum í að fræða fræðingana um BDSM. BDSM verður oft miðpunktur meðferðarinnar. Magnús hefur lesið fræðigreinar en fyrsta rannsóknin um BDSM hneigð var gerð 1977 og þá var farið í leðurhommaklúbb.

Hilmar: Ráðgjafarnir okkar munu taka undir þetta, það er nauðsynlegt að fólk geti komið til þeirra með sín vandamál og ekki mæta því að ráðgjafinn fari að segja “þetta er af því þú ert hommi” ráðgjafarnir vita þessar breytur og skilgreina vandamálið ekki út frá því. Ráðgjafarnir geta gert þetta að setja hinsegin málefni sem kjarnann en gera fólki líka kleift að tala um mál óháð því.

Magnús: hvort sem það kæmi sér BDSM ráðgjafi eða hvort ráðgjafarnir yrðu fræddir um BDSM það lít ég á sem tæknilegt atriði sem mætti leysa.

Ég hef heyrt í umræðunni: Hvar setjum við mörkin? ÉG get fundið samleiðina, það er ekki þeirra mál heldur okkar mál. Hvað er pointið? Ég hef ekki skoðað alveg hjá okkur í kjölinn til að meta það en ég finn margt sameiginlegt með BDSM einsog það sem BI og PAN hafa þurft að ganga í gegnum, þegar þau eru með sama kyni er það ókei en þegar þau eru með gagnstæðu kyni þá er sagt: þú ert ekki hinsegin. Eins með trans, eru þau hinsegin?”

Hilmar: Mörkin eru þar sem við ákveðum að þau séu hverju sinni. Við viljum að í okkar félagi sem hefur gengið í gegnum vaxtaverki og klofnað. Ég hef velt þessu fyrir mér. Einhver sagði við mig: segjum hilmar ef þú tekur afstöðu gegn þessu, ætlar þú þá eftir 50 ár að vera maðurinn sem vildi ekki taka þau inn, á sama hátt og var sagt um tvíkynhneigða fyrir tíu árum. Þetta er stór spurning.”

Magnús: Við erum líka með félag, spurningin er bara er það nógu hinsegin til að geta farið undir þessa regnhlíf, er ekki betra að það sé ein regnhlíf fyrir hinsegin flóruna? Þeir tveir hópar sem eru í mestu vandræðum það eru unglingar, sem við komum ekki nálægt því það má ekki og svo er fólk yfir fertugu því það er mjög erfitt fyrir marga þeirra að upplifa sig fyrir nokkra þeirra. Þau spyrja sig: hvernig get ég verið sterkur einstaklingur ef ég vil láta níðast á mér?” Við erum að fá þessa sömu spurningar frá fólki trekk í trekk, “hvað er að mér?”

“Hinsegin fólk hefur verið að berjast gegn því að þetta snúist um kynlíf, þau eru að berjast við að við erum “venjuleg” við erum bróðir, systir, vinnufélagi en BDSM virðist snúa meira um kynlíf, viljiði ekki að það sé verið að horfa á kynlífið í BDSM?”
Það eru mjög margir sem gera skýran greinarmun á kynlífi og BDSM.

Innskot úr sal: “Mér finnst rosalega kærkomið að við sem erum hinsegin getum talað aftur um kynlíf einsog það sé venjulegur hlutur.”
Þetta innlegg uppskar mikinn feginshlátur.

Hilmar: “Auðvitað viljum við ekki vera smættuð í kynlíf okkar en við viljum ekki endilega lifa án þess.”

Magnús: “Þetta er ekki bara kynlíf, en þetta er kynlíf líka. Við getum ekki slitið þetta í sundur, þetta er partur af því samkvæmt mannréttindasáttmálanum af mannlífinu. Hvað tengingu við hinsegin sam
félagið varðar má benda á að BDSM samfélagið sprettur að miklu leiti upp úr leðurhommahópnum.

 

“Við hommar höfum þurft að glíma við afhommun, vofir af-BDSMun yfir ykkur?” Það gengur álíka vel að lækna BDSMhneigð og samkynhneigð.

“Til að reflekta stonewall, kom félagsfólk af ykkar tagi nálægt þeirri frelsisbaráttu?” Eitthvað mögulega í gegnum leðurhomma.
 

“Er BDSM í dýraríkinu?” Ég get sagt já því í rauninni er það sem BDSM fólk er að gera er það skortur á einhverju, er það þörf fyrir aukið traust eða skortur á hormónum eða aukin næmni fyrir hor mónum. Afhverju BDSM spurningunni hef ég heyrt svarað sem “heppni.” En hvað dýraríkið varðar má nefna ketti sem bíta í hnakkann til að búa til unga. Það er til dæmi um svona hegðun víða í dýraríkinu, þetta er ekki sérmannlegt frekar en samkynhneigð.

Spurning til Maríu: “Hvað eruði mörg í félaginu?” Það eru svona 15 manns að mæta á fundi. Þegar mest var eftir að Ugla hafði verið voru svona 25 manns að mæta í viku. Það var spilað, drukkið kaffi og ég var að reyna að hafa Q félags stemmara með bjór. María segir okkur frá því hvernig HIN breyttu fundartíma sínum og það var heljarinnar klandur því BDSM félagið var einu sinni í mánuði og þá vantaði alla þá sem eldri voru á HIN fundina svo það er ekki langt að leita að dæmi þar sem sama fólkið tilheyrir báðum félögum. Ef ykkur langar í ródtripp í mars þá er dragkeppni Hinsegin Norðurlands þá.

 

Fundi slitið 22:17
Ritari var Júlía Margrét ritari Samtakanna '78

Glærur BDSM á Íslandi – PDF

Skrifaðu athugasemd