Lagabreytingar og þarfagreining

By 3. janúar, 2012Fréttir

Samtökin ’78 auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í tvær nefndir á vegum félagsins; annarsvegar lagabreytinganefnd og hinsvegar þarfagreininganefnd.

Lagabreytinganefnd myndi fara yfir lög félagsins og koma með tillögur að breytingum ef þurfa þykir fyrir aðalfund félagsins í mars næstkomandi. 

Þarfagreininganefnd myndi gera þarfagreiningu á húsnæðismálum félagsins sem og vera ráðgefandi fyrir stjórn varðandi þau mál. 

Bæði er óskað eftir sjálfboðaliðum í þessar nefndir sem og tillögum að hæfum einstaklingum sem félagið gæti sett sig í samband við.

Umsóknar- og tillögufrestur er til og með 15. janúar 2012 og hægt að senda á tölvupóstfangið skrifstofa@samtokin78.is.

Skrifaðu athugasemd