Hinsegin félagslíf

By 9. janúar, 2009Uncategorized

Mynd: Halla Þórlaug Óskarsdóttir, gayiceland.is 

Ert þú í leit að hinsegin félagslífi? 

Félagsmiðstöðin að Suðurgötu 3 er heimili Samtakanna '78. Hún er öllum opin og aðgengileg fyrir fólk með hreyfihömlun. 

Á fimmtudögum er opið hús hjá okkur að Suðurgötu 3 frá kl. 20-23. Þar eru öll velkomin, hinsegin og ekki hinsegin, þau sem eru nýliðar, reynd í bransanum, vinir, velunnarar og fjölskyldumeðlimir. Tökum vel á móti öllum!

Fylgstu einnig með á Facebook-síðu okkar!

 

Reglulegir viðburðir:

Alla fimmtudaga kl. 20:
Opið hús

Alla föstudaga frá 21:
Q-félag hinsegin stúdenta, opið hús. 

Alla þriðjudaga kl. 19:30:
Opið hús fyrir 13-17 ára. Öll velkomin – þarft ekki að vera viss um að þú sért hinsegin 🙂

Alla sunnudaga kl. 13:
AA-fundir Hinsegindeildarinnar. Þeir eru í Gula húsinu í Tjarnargötu.

Fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 20:
Opið hús á vegum Intersex Íslands.

Fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 20:
Opið hús á vegum Trans Íslands.

Þriðja miðvikudag hvers mánaðar kl. 18:
Wotever kvöld, hinsegin listamenn stíga á stokk. Open mic. 

Síðasta miðvikudag hvers mánaðar kl. 20:
Stuðningshópur fyrir aðstandendur trans fólks.

Alla þriðjudaga kl. 15:30-17:30:
Opinn viðtalstími formanns Samtakanna '78. Heitt á könnunni, öll velkomin. (Sumarleyfi viðtalstíma er 23. maí til 15. ágúst. Hægt er að mæla sér mót við formanninn með pósti á formadur@samtokin78.is.)

 

 

5,759 Comments

Skrifaðu athugasemd