LAUGARDAGUR Á BÓKASAFNI

By 19. október, 2006Fréttir

Nú er vetur að ganga í garð á bókasafni Samtakanna ´78 og laugardaginn 21. október – fyrsta vetrardag – er safnið opið í fyrsta sinn í vetur á laugardögum. Þá er það opið til útlána milli kl. 13-17 og verður svo í allan vetur til 28. apríl. Þetta er kjörið tækifæri fyrir það fólk sem á ekki heimangengt til að nýta sér safnið á virkum dögum.

Við hvetjum félagsfólk og annan áhugafólk um safnkostinn til að líta við á laugardögum og kanna hvað þar er að finna. Í hverjum mánuði bætist eitthvað við af bókum og mynddiskum, og allar íslenskar blaðaúrklippur sumarsins liggja nú frammi.

Auk þess er safnið opið árið um kring á mánudögum og fimmtudögum kl. 20-23.

Sjáumst á bókasafninu!

Skrifaðu athugasemd