Frettir Ríkisstjórn Spánar hefur nú samþykkt að leggja fyrir þingið lagafrumvarp sem heimila mun hommum og lesbíum að ganga í hjónaband. Var þetta samþykkt einróma í ríkisstjórn landsins.
Þrátt fyrir að ríkisstjórn jafnaðarmanna styðjist við minnihluta í þingingu er talið nær öruggt að nógu margir þingmenn úr öðrum flokkum muni ljá frumvarpinu atkvæði sitt til þess að það fáist samþykkt og verði að lögum. Verður Spánn þá þriðja landið í heiminum sem heimilar giftingar samkynhneigðra án nokkura undantekninga. Þetta er mikill viðsnúningur á stuttum tíma, því allt þar til Francisco Franco lést árið 1975 var samkynhneigð bönnuð með lögum á Spáni.
Türk kahvesi al