VETRARSTRF KMK AÐ HEFJAST

By 12. nóvember, 2007Fréttir

Ný stjórn KMK hefur verið kosin og er vetrarstarfið að hefjast. Á næstunni mun félagið standa fyrir tveimur áhugaverðum viðburðum, jólabókakvöldi og vínsmökkunarnámskeiði. Hægt verður að fyljgast með starfinu á www.kmk.is og www.myspave.com/konurmedkonum

Aðalfundur KMK var haldinn í Regnbogasal 1. nóvember s.l. Þar var farið yfir viðburði ársins og ársuppgjör afhent. Ný stjórn KMK var kosin og var samþykkt einróma fimm manna stjórn. Í nýrri stjórn KMK sitja:

Vallý Helgadóttir formaður
Guðlaug Jónsdóttir gjaldkeri
Ásdís Óladóttir meðstjórnandi
Ólína B. Viðarsdóttir meðstjórnandi
Guðný Guðnadóttir meðstjórnandi

Miklar væntingar eru bundnar við nýkjörna stjórn og lofar stjórnin að rífa félagið upp úr þeirri örlitlu lægð sem það hefur verið í undanfarið. Stjórnin vill vekja athygli á fyrstu uppákomu KMK á þessu hausti. Vínsmökkunarkvöld verður haldið laugardagskvöldið 24. nóvember¨í Regnbogasal Samtakanna ´78. Þar verður kynnt og smakkað bæði rautt og hvítt og eins ætlar nýkjörin stjórn að kynna sig og sínar áætlanir fyrir veturinn. Við viljum hvetja allar lesbíur til að fjölmenna og eiga saman skemmtilegt kvöld Nánari tímasetning verður auglýst á www.kmk.is og eins á hinni nýju síðu http://www.myspace.com/konurmedkonum. Þá verður hið árlega jólabókakvöld haldið á sama stað laugardaginn 1. desember.

Hlökkum til að sjá sem flestar og minnum stelpur á að senda netfang sitt á kmk@kmk.is og komast þannig inn á margrómaðan póstlista KMK.

-Sjórn KMK

 

11 Comments

Skrifaðu athugasemd