YFIRVÖLD Í KAUPMANNAHÖFN SKRÁSETJA HATURSGLÆPI

By 7. júlí, 2008Fréttir

Nú geta íbúar Kaupmannahafnar farið nafnlaust inn á heimasíðu borgaryfirvalda og tilkynnt hatursglæpi sem þeir kunna að hafa orðið fyrir. Hatursglæpir eru hvers konar líkamlegt eða andlegt ofbeldi sem minnihlutahópar verða fyrir sökum þess að þeir skera sig að einhverju leyti út úr hópnum.

Nú geta íbúar Kaupmannahafnar farið nafnlaust inn á heimasíðu borgaryfirvalda og tilkynnt hatursglæpi sem þeir kunna að hafa orðið fyrir. Hatursglæpir eru hvers konar líkamlegt eða andlegt ofbeldi sem minnihlutahópar verða fyrir sökum þess að þeir skera sig að einhverju leyti út úr hópnum. Samtök lesbía og homma í Danmörku hafa lengi barist fyrir þessari skrásetningu, enda eru mörg dæmi um að sértaklega samkynhneigðir karlmenn hafi verið beittir ofbeldi sökum kynhneigðar sinnar. Vonir standa til þess að þessi skrásetning muni auðvelda yfirvöldum að átta sig betur á umfangi þessa vandamáls og e.t.v vekja fólk til umhugsunar um hvernig bæta megi ástandið. Þetta fyrirkomulag hefur nú verið við lýði í Englandi um nokkurt skeið og hefur þótt takast vel til.  Samtökin ´78 hafa verið talsmenn þess að viðlíka skráning verði tekin upp hér á landi. Nokkur umræða hefur átt sér stað um málið við lögreglu en nú er bara að vona að yfirvöld feti í spor Dana og taki upp skráningu hatursglæpa.

www.registrerdiskrimination.kk.dk

Skrifaðu athugasemd