www.samtokin78.is – Ár liðið frá opnun vefsins

By 20. janúar, 2002Fréttir

Frettir Í dag, þann 20. janúar, er eitt ár liðið frá því að vefur Samtakanna ´78, www.samtokin78.is, var opnaður. Á þeim tíma hafa verið birtar um 70 tilkynningar, 50 fréttir og 21 greinar. Auk þess hefur grunntexti vefsins aukist og verið stöðugt endurbættur.

Mælingar á fjölda heimsókna hafa staðið yfir frá upphafi þegar ein heimsókn var mæld fyrst daginn og í gær (laugardag, nær ári síðar) voru þær 39 talsins. Meðalfjöldi heimsókna á dag á þessu eina ári eru 36 en það gera um 1100 heimsóknir á mánuði. Ekki er mældur fjöldi flettinga heldur aðeins fjöldi innlita (heimsókna). Aðsóknin er venjulega betri á virkum dögum en um helgar. Mesti fjöldi heimsókna er 93 á einum degi.

Ef litið er á vikulegt meðaltal þá var slakasta vikan með 9 heimsóknir á dag en sú besta var með 55 heimsóknir á dag. Heimsóknum hefur fjölgað jafnt og þétt á ári og má nefna að meðaltal þessa janúarmánaðar er 44 heimsóknir.

Fólk er hvatt til að koma með ábendingar varðandi efni og uppsetningu. Einnig má benda okkur á efni sem hentar vel í greinasafn okkar eða í grunntexta vefsins. Við vonum að öllum líki sem best og að efnið komi sér vel.

Ritstjórn www.samtökin78.is,
Alfreð Hauksson og
Þorvaldur Kristinsson

9 Comments

Skrifaðu athugasemd