FSS: – Leiðtoganámskeið og Vestmannaeyjaferð!

By 31. janúar, 2005Fréttir

Tilkynningar Vikuna 31. janúar ? 3. febrúar verður leiðtoganámskeið FSS haldið í Öskju. Námskeiðið er öllum opið og ókeypis inn. Markmið okkar í FSS að hjálpa fólki að verða leiðtogar í sínu lífi og ná þannig betri tökum á sjálfu sér, hvaða kynhneigð sem það hefur. Fjölmargir fyrirlesarar munu deila reynslu sinni s.s. Þorvaldur Kristinsson formaður Samtakanna ´78, Margrét Pála Ólafsdóttir fyrrverandi formaður Samtakanna ´78, félagar frá JC, Páll Óskar og Rannveig Traustadóttir dósent við HÍ.

Þú getur skráð þig með því að senda póst á gay@hi.is eða einfaldlega með því að mæta kl. 18:00 í Öskju, í stofu N-130.
Næstu helgi, 4. -6. febrúar verður svo vinnuferð til Vestmannaeyja þar sem við munum nota það sem lærðum á námskeiðinu. Þetta verður auk þess tilvalin leið til þess að komast betur inn í starf FSS og kynnast fólki.

Farið verður kl. 17:30 úr bænum og komið til baka um 20:00 á sunnudag. Kostnaði verður haldið í lágmarki og undir 5000kr. Skráning fer fram á mánudaginn eftir fyrsta kvöld mánudags og mikilvægt er að allir skrái sig þá svo hægt sé að staðfesta pantanir.

Dagskrá og skipulagning helgarinnar verður að hluta til í höndum þeirra sem mæta því við viljum höfða til allra og vera sveigjanleg.

Nánari upplýsingar er að finna á gay@hi.is.

Vonumst til að sjá þig!

FSS

Skrifaðu athugasemd