Alþjóðleg kvikmyndahátíð verður haldin í fjórða sinn dagana 27. september til 7. október. Líkt og á fyrri hátíðum er að þessu sinni að finna fjölmargar myndir sem lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir og transgender fólk ætti að gera sér far um að sjá.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð verður haldin í fjórða sinn dagana 27. september til 7. október. Líkt og á fyrri hátíðum er að þessu sinni að finna fjölmargar myndir sem lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir og transgender fólk ætti að gera sér far um að sjá.
Fyrsta skal nefna verðlaunastuttmyndina Bræðrabyltu eftir Grím Hákonarson. Hún fjallar um tvo samkynhneigða glímukappa og bændur sem leiknir eru af þaim Halldóri Gylfasyni og Birni Inga Hilmarssyni. Þeir eiga í leynilegu ástarsambandi og sinna því í gegnum íslensku glímuna. Myndin verður sýnd í Regnboganum 29. september og kl 18 og 7. október kl 15. Auk þess verður hún sýnd á Opna Samtakadeginu í Regnbogasal Samtakanna ´78 29. september kl. 14:30.m
Af öðrum áhugaverðum myndum má nefna:
Campillo, Já það vil ég / Campillo, Yes I do / Campillo, sí, quiero
ANDRÉS RUBIO
(ESP) 2007
80 min, Digibeta
Í júní 2005 voru samþykkt lög á Spáni sem veita samkynhneigðum pörum sömu réttindi og gagnkynhneigðum, þ. á m. rétt til ættleiðingar. Ákveðin hægri-sinnuð borgaryfirvöld (s.s. í Valladolid) neituðu að fylgja þeim eftir, en bæjarstjórinn Francisco Maroto sá tækifæri til að auðga mannlífið í afskekkta smáþorpinu Campillo de Ranas. Íbúum hefur verið að fækka þar staðfast síðastliðin ár, en nú er þorpið komið aftur á kortið. Mikið af samkynhneigðum pörum mæta í sveitasæluna til að gifta sig og Maroto er orðinn nokkurs konar hetja á svæðinu. Þessi heimildamynd sýnir hversu auðvelt það getur verið að aðlagast breytingum og leyfir áhorfendum að fylgjast með eins og fluga á vegg hvernig lífið gengur sinn vanagang í samfélagi þar sem allir eru velkomnir.
Andrés Rubio, fæddur 1962, er spænskur blaðamaður sem hefur unnið fyrir dagblaðið El País og tímaritin El País Semanal, La Reppubblica delle Donne, Bauwelt og Architechture. Campillo, já er í fyrsta skipti sem hann vinnur með hljóð og mynd.
Regnboginn 28.9 / 20:00 (að Rubio and Maroto viðstöddum)
Norræna húsið 30.9 / 18:00
Norræna húsið 6.10 / 18:00
Æðislegt! Saga hinsegin kvikmyndagerðar / Fabulous! The Story of Queer Cinema
LISA ADES & LESLI KLAINBERG
(US) 2006
81 min, Digibeta
Hinsegin kvikmyndagerð hefur breyst mikið á seinustu sextíu árum. Samkynhneigt söguefni hefur gjarnan verið fast á jaðri tilraunamynda eða vandlega falið undir yfirborði meginstraumsins en á síðari árum hefur það ferðast alla leið upp í hæstu hæðir Hollywood-vélarinnar. Þessi áhugaverða heimildamynd rekur sögu hinsegin kvikmynda frá Fireworks (1947) eftir Kenneth Anger fram til Brokeback Mountain (2005) eftir Ang Lee. Mörg þekktustu andlit bransans koma fram ásamt myndbrotum úr yfir tuttugu titlum sem sýna fram hvernig tilraunaglaðir útlagar síðustu aldar hafa rutt brautina til Óskarsverðlauna og viðurkenningar samtímans. Myndin skoðar menningarlegt, pólitískt og samfélagslegt umhverfi sögu hinsegin kvikmyndagerðar á líflegan, skemmtilegan og fræðandi hátt.
Klainberg er eigandi Orchard Films framleiðslunnar og hefur framleitt og leikstýrt fjölda frumlegra heimildamynda, á borð við In The Company of Women (2004) og Who Is Alan Smithee? (2002). Ades og Kleinberg hafa unnið saman að ýmsum verkefnum, en seinast gerðu þær sjónvarpsseríuna Indie Sex (2007) fyrir IFC.
Regnboginn
28.9 kl. 20
30.9 kl. 22
3.10 kl. 22
Grimmdarþokki / Savage Grace
TOM KALIN
(SPA/USA) 2007
97 min, 35mm
Grimmdarþokki byggir á sannsögulegum atburði sem átti sér stað í London þann 17. nóvember 1972, og líkt og atburðurinn sjálfur er þetta sönn amerísk tragedía. Sagan hefst nokkrum áratugum fyrr í New York. Julianne Moore leikur Barböru Daly Baekeland, eiginkonu auðjöfursins Brooks Baekeland, og þá er sonur þeirra Tony ungabarn. Strax í upphafi skynjar áhorfandi afbrýðisþríhyrning á milli hjónanna og drengsins, en þessi tilfinning ágerist með tímanum. Í bakgrunni fljóta heimsborgir og tískustraumar á meðan ljúfsár saga fjölskyldunnar líður áfram, þar til hið ósegjanlega á sér stað. Þessi umdeilda mynd hefur farið eins og sinueldur um allar helstu kvikmyndhátíðir 2007.
Tom Kalin er fæddur í Chicago árið 1962. Hann nam myndlist við Illinois háskóla og Listamiðstöð Chicago, en í gegnum myndbandsverk sín snéri hann sér að kvikmyndagerð. Kalin er prófessor í kvikmyndagerð við Columbia háskóla í New York.
Regnboginn
4.10 kl. 20
6.10 kl. 18
7.10 kl. 22:30
Umskipti / Metamorphosis
LING FEI
(CH) 2006
53 min, Digibeta
Samkvæmt tölfræði frá árinu 2003 vill að meðaltali ein af hverjum 4,600 manneskjum í Kína ganga undir aðgerð til að leiðrétta kyn sitt. Það gerir um 280 þúsund manns. Ríkisrekin sjúkrahús í stærri borgum hafa boðið upp á kynleiðréttingaraðgerðir síðan 1986 og um 400 manns hafa látið þennan draum sinn rætast. Þrátt fyrir að fólk geti formlega breytt um kyn á pappírum þurfa þau engu að síður að mæta mikilli andstöðu frá samfélaginu og hefðarveldinu. Helsta ósk þeirra er að mæta skilningi. Þessi heimildamynd segir frá þremur manneskjum sem hafa breytt um kyn, en líf þeirra endurspeglar tilveru annara sem búa við sömu aðstæður í Kína og eru hluti af samfélagshópi sem verðskuldar ekki aðeins viðurkenningu heldur einnig virðingu.
Ling Fei er fæddur í Beijing árið 1953. Hann hefur unnið sem atvinnufréttaljósmyndari í París síðan 1990 fyrir alls kyns útgáfur, en Umskipti er í fyrsta sinn sem hann sest í leikstjórnarstólinn.
Regnboginn
28.9 kl. 22
1.10 kl. 20
2.10 kl. 22
XXY
LUCIA PUENZO
(Argentína/Spánn/Frakkland) 2007
91 min, 35mm
Fæstir vita af því að sum börn fæðast með það sem kallast „tvíræð kynfæri“. Alex er 15 ára gamall táningur með erfitt leyndarmál. Stuttu eftir fæðingu ákváðu foreldrar hennar að yfirgefa stórborgina og flytja í einangrað viðarhús við strandlengju Úrúgvæ. Þegar Alex er komin á kynþroskaaldurinn bjóða foreldrarnir heim skurðlækni og vilja neyða Alex til að velja á milli tveggja kynja. Læknirinn kemur ásamt eiginkonu sinni og syninum Álvaro. Á milli táninganna hefst samband og í ljós kemur að þau eru bæði óviss og forvitin um kynlíf og kyngervi. Þau eru hins vegar ekki hrædd eða fordómafull, ólíkt óskilningsríkum foreldrunum. XXY er mynd um erfitt og sjaldgæft málefni, en skilar sögunni frá sér á tilfinninganæman og magnþrunginn hátt.
Puenzo er fædd árið 1976 í Buenos Aires í Argentínu. Eftir að hafa lagt nám á bókmenntir, kvikmyndir og leikhús gaf hún út þrjár skáldsögur. Hún hefur leikstýrt stuttmyndum, heimildamyndum og sjónvarpsseríum, en XXY er fyrsta mynd hennar. Verkið hlaut Grand Prix verðlaunin á alþjóðlegu gagnrýnendavikunni í Cannes í ár.
Tjarnarbíó
29.9 kl. 20
1.10 kl. 16
4.10 kl. 22
Hjálpaðu mér Eros / Help Me Eros / Bangbang wo aishen
LEE KANG-SHENG
(TW) 2007
103 min, 35mm
Ah Jie tapaði öllu þegar verðbréfin hans hrundu. Hann eyðir dögunum lokaður inni í íbúðinni, þar sem hann reykir jónur og ræktar m
aríjúana-plöntur í laumi. Í örvæntingu sinni hringir hann í hjálparlínu og kynnist símakonunni Chyi. Góðleg og hugljúf rödd hennar gerir að verkum að hann verður ástfanginn af tilbúinni ímynd sem hann skapar sér um Chyi, án þess að vita neitt um offituvandamál hennar. Hann tekur að færa fantasíuna um Chyi yfir á Shin, stúlku sem er nýbyrjuð að selja betel-hnetur fyrir utan húsið hans. Hann dregst nær henni og saman sökkva þau niður í heim erótískra og skynörvandi nautna. Þetta er saga um einmanaleikann og firringu neyslumenningarinnar, sögð með lifandi stílbrögðum og tilfinningadýpt.
Lee Kang-sheng er fæddur árið 1968 í Taipei í Taiwan. Hann er þekktur leikari vegna langtíma vinnusambands við leikstjórann Tsai Ming-liang og aðra þekkta asíska leikstjóra á borð við Lin Cheng-sheng og Ann Hui. Hann leikstýrði sinni fyrstu mynd árið 2003, The Missing, sem vakti athygli og lof gagnrýnenda. Hjálpaðu mér Eros er önnur mynd hans.
Tjarnarbíó
29.9 kl. 16
5.10 kl. 20
6.10 kl. 18
Japan Japan
LIOR SHAMRIZ
(ISR) 2007
65 min, Digibeta
Imri er 19 ára gamall og nýfluttur til Tel Aviv. Hann dreymir um að flytja til Japan og fyrir öllum sem hann þekkja virðist sem hann sé alltaf á leiðinni. Á sama tíma er æskuvinkona hans að flytja til New York. Imri kynnist lífinu í Tel Aviv, fær sér vinnu, safnar pening, lærir japönsku, kynnist fólki, skoðar klám á netinu og stundar kynlíf með öðrum mönnum. Stríð á sér stað í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð, sem virkar enn lengra í burtu en Japan. Myndin veltir fram hugleiðingum um framandi lönd og rómantíska draumóra í borgarsamfélagi á tímum alþjóðavæðingar. Imri sér menningarheim draumalandsins í dýrðarljósi en jafnvel þótt hann komist alla leið til Japan er alls ekki víst að lífið þar sé neitt öðruvísi.
Shamriz er fæddur í Ashkelon í Ísrael árið 1978. Hann lærði kvikmyndagerð í kvikmyndaskóla Jerúsalemborgar og hefur stundað nám við Institute for Time-Based Media í UdK í Berlín síðan í október 2006. Japan Japan er fyrsta langa mynd Shamriz, en hann hefur áður gert fjölda stuttmynda.
Regnboginn
29.9 kl. 21
1.10 kl. 21
2.10 kl. 23
Bitur tár Petru von Kant / The Bitter Tears of Petra von Kant / Die Bitteren Tränen der Petra von Kant
R. W. FASSBINDER
(W-GER) 1972
124 min, 16mm
Bitur tár Petru von Kant er eitt af stórstykkjum þýska meistarans og byggir jafnframt á leikriti eftir Fassbinder sjálfan. Hér eru aðeins konur í hlutverkum og sögusviðið er heimili tískuhönnuðarins Petru, sem er hrokafull og harðsvíruð eftir tvö liðin hjónabönd og nýtur þess að fara illa með aðstoðarkonu sína. Þegar 23 ára gamla módelið Karin (Hanna Schygulla) verður hluti af lífi Petru hefst stormasamt ástarsamband þeirra á milli. Myndin er meistaralega smíðuð og grannskoðar valdaspil í ást og kynlífi á nýstárlegan hátt og er gott dæmi um snilldarlega nálgun Fassbinder á mannlegum samskiptum. Sviðsmyndin er sérstaklega glæsileg, en kvikmyndin gerist að öllu leyti í húsi Petru og er sett saman úr löngum tökum sem soga áhorfendur inn í tilfinningjaflækjur aðalpersónunnar.
Norræna Húsið
28.9 kl. 20
4.10 kl. 17:45
Íslenska glíman getur verið tignarleg og erótísk í senn!
istanbul escort