Ungliðahópur Samtakanna ´78 – Næsti fundur 13. apríl

By 29. mars, 2003Fréttir

Tilkynningar Nú er ungliðastarf Samtakanna ´78 á vorönn 2003 í fullum gangi. Við hittumst í félagsmiðstöð Samtakanna ´78 á Laugavegi 3, 4 hæð og fundirnir eru fyrsta og þriðja sunnudag hvers mánaðar, frá kl. 20 ? 23.

Markmiðið Ungliðahópsins er að veita ungu fólki undir tvítugu, samkynhneigðu og tvíkynhneigðu, vettvang til að hittast, kynnast og efla samstöðu sína. Hér er kjörið tækifæri til að brjóta ísinn, kynnast öðrum í svipuðum pælingum og hafa það gott saman.

Þið sem viljið fá fréttir og tengjast starfinu: Lítið á vefsíðuna www.samtokin78.is/unglidar Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið unglidar@samtokin78.is og fá þá fréttir og komast í samband við umsjónarmennina, en það eru þau Dofri Örn Guðlaugsson og Sara Dögg Jónsdóttir sem leiða starfið í vetur.

Ungt samkynhneigt fólk undir tvítugu: Stækkum hópinn hratt og markvisst og leggjum drög að góðum uppákomum í vetur.

Næsti fundur okkar er sunnudaginn 13. apríl.

73 Comments

Skrifaðu athugasemd