FSS – Málþing um tvíkynhneigð

By 18. febrúar, 2004Fréttir

Tilkynningar Dagskrá málþings um tvíkynhneigð á vegum FSS í HÍ miðvikudaginn 18. febrúar kl. 20:00 í stofu 106 í Odda

Svo virðist sem hugmyndir manna um tvíkynhneigð séu afar ólíkar og töluvert af fordómum í gangi, ekki hvað síst á meðal samkynhneigðra. Fordómar verða ekki upprættir nema með því að skapa umræðu um hlutina, fræða fólk og hjálpa því að skilja hvernig í málunum liggur. Vonandi verður þetta málþing til þess að leggja lóð á vogarskálar þeirrar þróunar, og lítun við svo á að engin umræðuefni séu heilög eða óæskileg í því sambandi.

20:00-20:15 Þóra Gerður Guðrúnardóttir
20:15-20:30 Guðfríður Lilja Garðarsdóttir
20:30-20:45 Sólver Hafsteinn Hafsteinsson

20:45-21:30 Opnar umræður um tvíkynhneigð, stöðu þeirra og viðhorf gagnvart þeim á Íslandi og í heiminum í dag. Eru fordómar í gangi, og ef svo er, hvernig birtast þeir? Hvernig er að vera tvíkynhneigður á Íslandi í dag?

Það er einlæg ósk okkar í FSS að sem flestir sjái sér fært að mæta og leggja sitt af mörkum við að skapa skemmtilegar og áhugaverðar umræður um eitt af heitustu málefnunum í hinum hýra heimi hér á landi og þó víðar væri leitað.

FSS

29 Comments

Skrifaðu athugasemd