FURÐUFRÉTTAÞÆTTIR

By 12. desember, 2005Fréttir

Fréttir Morgunblaðsins um hómósexúalfólk eru aðallega tvenns konar. Í fyrsta lagi virðist blaðið hafa sérstakan áhuga á að segja frá hommum sem hafa þá sérstöðu að vera afbrotamenn, og er áhuginn aðallega á sálsjúkum morðingjum. Í öðru lagi sýnir blaðið slúðursögum og alls kyns furðusögum um homma og lesbíur mikinn áhuga og er þessu efni plantað niður í furðufréttaþáttinn Veröld sem er í blaðinu á sunnudögum. Og yfirleitt er umfjöllunin þannig að maður fær það á tilfinninguna að ekki sé verið að fjalla um manneskjur heldur einhvers konar dýr sem okkur er velkomið að gera okkur dagamun við að lesa um og hlæja að. Óhætt er að fullyrða að fréttaflutningur getur ekki verið auvirðilegri.

Böðvar Björnsson í Þjóðviljanum, 1981.

3 Comments

Skrifaðu athugasemd