ST STYRMIR: SUNDÆFINGAR

By 11. september, 2008Fréttir

 

Næstkomandi fimmtudagskvöld verður fyrsta sundæfing sunddeildar St. Styrmis. Markmið hópsins er að hittast regulega og koma sér í sundform, jafnt til skemmtunar eða sem undirbúning fyrir sundkeppni OutGames í Kaupmannahöfn næsta sumar.  Að sögn forsprakka hópsins, Hafsteins Þórólfssonar, hefur nokkur fjöldi sýnt áhuga.

Æfingin fer fram í Laugardalslauginni kl. 20:00 og er stefnt á að synda ca 1500 metra til að byrja með.  Framhaldið verður síðan skipulagt eftir getu og vilja þeirra sem mæta. Hafsteinn mun í fyrstu sjá um að semja æfingarnar. Það kostar ekkert að taka þátt annað en að borga sig inn í sundlaugina.  Hafsteinn mun vera í steinapottinum frá kl. 19:50 og svo skellir hópurinn sér út í djúpu laugina.

Skrifaðu athugasemd