Tilkynningar Miðvikudagskvöldið 8. desember kl. 20:30 munu nokkrar af dívum SÖLKU kynna höfundarverk sín og þýðingar í kaffihúsi IÐU, annarri hæð:
Kristín Ómarsdóttir les upp úr skáldsögu sinni HÉR
Þórunn Hjartardóttir les upp úr þýðingu sinni á BULGARI SAMBANDINU eftir Fay Weldon
Margrét Lóa Jónsdóttir les upp úr skáldsögu sinni LAUFSKÁLAFUGLINN
Bryndís Víglundsdóttir les upp úr þýðingu sinni á ævisögunni ÞEIR TÓKU ALLT – MEIRA AÐ SEGJA NAFNIÐ MITT eftir Theu Halo
Auður Ólafsdóttir les upp úr skáldsögu sinni RIGNING Í NÓVEMBER
Allar þessar bækur hafa fengið mjög jákvæða umfjöllun og gagnrýni – þetta eru bækurnar sem talað er um.
Dívukvöld er tilvalið og nauðsynlegt mótvægi gegn öllu stressinu sem grípur okkur á þessum tíma ljóss og friðar.
Allir hjartanlega velkomnir,
-Sölkurnar og IÐA
Good to learn 🙂