Alþjóðlegur laugardagur – Málfundur um stöðu samkynhneigðra um víða veröld

By 20. ágúst, 2003Fréttir

Tilkynningar Laugardaginn 23. ágúst efna Samtökin ´78 til málfundar um réttarstöðu og baráttu samkynhneigðra víða um heim. Fundurinn er haldinn í tilefni af alþjóðlegum laugardegi sem er samstarfsverkefni Reykavíkurborgar, félagsamtaka og fyrirtækja í miðborginni.

Fundurinn hefst klukkan 15:00 í Regnbogasal Samtakanna ´78, Laugavegi 3. Fluttar verða þrjár stuttar framsögur:

Heimir Már Pétursson fjallar um Interpride og sögu pride-hátíðanna.

Grétar Einarsson frá Amnesty International fjallar um baráttu samtakanna fyrir réttindum lesbía og homma.

Þóra Björk Smith fjallar um réttarstöðu samkynhneigðra í Evrópu út frá Mannréttindasáttmála Evrópu.

Að framsögum loknum verða umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri er Þorvaldur Kristinsson

Klukkan 16:30 verður íslenska heimildarmyndin Hrein og bein sýnd með enskum skýringartexta. Hún fjallar um ungt samkynheigt fólk á Íslandi og hlaut nýlega fyrstu verðlaun á alþjóðlegri kvikmyndahátíð lesbía og homma í San Francisco. Opið er á bókasafni Samtakanna ´78 og í Regnbogasal frá klukkan 14:00-17:30.

Allir hjartanlega velkomnir!

51 Comments

Skrifaðu athugasemd