HÁTÍÐARDAGSKRÁ OG DANSLEIKUR Í IÐNÓ

By 5. júní, 2007Fréttir

Samtökin ´78 bjóða til glæsilegrar hátíðardagskrár í Iðnó, föstudagskvöldið 22. júní kl. 21 í tilefni þess að eitt ár er síðan lög um réttarstöðu samkynhneigðra öðluðust gildi.

Fram koma m.a LayLow, Hjaltalín og Hara systur, boðið verður upp á óvænta sögumola úr fortíðinni í máli og myndum auk þess sem Elíasar Mar verður minnst með viðeigandi hætti. Kynnar eru Viðar Eggertsson og Sigga Birna Valsdóttir. Þeir sem upplifðu stemmninguna í Hafnarhúsinu fyrir réttu ári síðan þegar lögin öðluðust gildi ættu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara!

Á eftir verður slegið upp heljarinnar dansleik eins og þeir gerast bestir!

Forsala aðgöngumiða verður á opnu húsi í Samtökunum ´78 mánudagskvöldið 18. júní og fimmtudagskvöldið 21. júní frá klukkan 20 – 23:30. Aðeins verða seldir 150 miðar og því vissara að tryggja sér sæti í tíma.

Miðaverð á Hátíðardagskrá: kr. 1.200 og innifalið er miði á dansleik. Miðaverð á dansleik: 800 kr. fyrir félaga í Samtökunum ´78 og 1.200 fyrir aðra.

-Samtökin ´78 

 

Skrifaðu athugasemd