DANMÖRK – KVIKMYNDIN UM GREGERSEN-FJÖLSKYLDUNA

By 4. febrúar, 2005Fréttir

Frettir

Nú í desember var kvikmyndin Gregersen-fjölskyldan frumsýnd í Kaupmannahöfn. Hún er gerð eftir fjórum skáldsögum Christians Kampmanns sem á 8. áratug aldarinnar urðu metsölubækur í Danmörku og vöktu gríðarlega athygli um öll Norðurlönd. Þær var að finna á nánast öllum náttborðum í Danmörku þann áratug, og um söguhetjurnar var rætt fram og aftur rétt eins og nágrannana í næsta húsi. Í sögunum um Gregersen-fjölskylduna er hommi ein af aðalpersónunum og var þetta sennilega í fyrsta sinn sem samkynhneigðum var lýst á trúverðugan hátt, innan frá, í norrænum skáldskap. Kvikmyndin hefur hlotið góða dóma og endurvakið áhuga fólks á skáldskap Kampmanns sem lést 1988.

Með sögum sínum, Visse hensyn, Faste forhold, Rene linjer og Andre måder varð Christian Kampmann metsöluhöfundur í Danmörku og mun það nánast eindæmi að skáldi þar í landi hlotnuðust slíkar vinsældir á örskömmum tíma. Sögurnar fjórar segja frá auðugri góðborgarafjölskyldu í hverfi norðan Kaupmannahafnar sem greinilega hefur Hellerup að fyrirmynd. Sögur Kampmanns eru kenndar við nýraunsæi, knappar og lifandi frásagnir af fjölskyldulífi í upplausn og rótleysi, sögur af ráðvilltu fólki í leit að nýju gildismati þar sem persónurnar lýsa sér sjálfar í samtölum en sögumaður heldur sér til hlés. Einn af hinum fjórum systkinum sögunnar heitir Bo, og sagan hefst um það bil sem sem hann er að ljúka menntaskóla um 1960. Hann veit að hann er hommi en tíðarandinn og umhverfið leyfir ekki að samkynhneigð hans sé nefnd á nafn. Slíkt er ekki einu sinni haft í flimtingum þar í húsi. Það er svo margt á 6. áratugnum sem maður talar ekki um. Heimurinn á nefnilega að vera fullkominn – eða líta út fyrir að vera það að minnsta kosti.

FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

Bo er ekki aðalpersóna sögunnar en höfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar, Charlotte Sachs Bostrup, hefur sett hann í miðju atburðarásarinnar. Það þykir um margt djarft þegar í hlut á kvikmynd sem besýnilega er ætlað að höfða „til allrar fjölskyldunnar“. En leikstjórinn svarar því til að valið hafi verið nærtækt, Bo lifir sama lífi og höfundurinn sjálfur og lesandinn upplifir atburðina með hans augum. Þrátt fyrir góða dóma hafa gagnrýnendur vikið að þeirri staðreynd að þótt nóg sé um kynlífsatriði í myndinni sé ekkert slíkt að finna milli tveggja karla þó svo að lífi hommans sé að öðru leyti lýst af miklu raunsæi. Þessu svarar leikstjórinn þannig: ?Ég er kannski svona tepruleg en ég á erfitt með að þola kynlífsatriði í myndum ef þau hafa ekki ósvikinn dramatískan tilgang. Ef þau eiga að þjóna tilgangi þá verður það að vera til að lýsa átökum eða framvindu í lífi persónanna.? Ekkert þess háttar var að finna í sögu Bos. 

VIÐ ERUM KOMIN Í HRING

Christian Kampmann var meðal brautryðjenda í sögu samkynhneigðra á Norðurlöndum, einn sá allra fyrsti meðal þjóðþekktra Dana til að koma opinberlega úr skápnum. Það gerði hann í viðtali í Berlingske Tidende haustið 1975, tveggja barna faðir og nýlega skilinn við konu sína. Þetta var um það leyti og hann lauk fjórða og síðasta bindi sögunnar um Gregersen-fjölskylduna, rétt áður en hann heimsótti Ísland og ræddi hér um skáldskap sinn, vinsælasti og mest lesni höfundur þeirra ára á bókasafni Norræna hússins í Reykjavík. En sögur Kampmanns hafa margvíslegt gildi og skírskotun þeirra nær síður en svo eingöngu til samkynhneigðra. „Hann lýsir umbrotatímum í Danmörku,“ segir Charlotte Sachs Bostrup, „tímum sem voru þroska- og mótunarár svo margra Dana á okkar tímum.“

Um kvikmyndina og gildi hennar segir leikstjórinn síðan: „þegar ég byrjaði að vinna að kvikmyndinni fór ég að hugsa um það hvar við erum núna stödd. Við höfum hrokkið til baka í þá stöðu þegar allt á að vera svo fullkomið. Það eru engin takmörk fyrir því hvað við leggjum á okkur til að sýna slétt og fágað yfirborð. Þannig var þetta líka á 6. áratug aldarinnar. Þeir tímar einstaklingshyggjunnar sem við upplifum núna eru hins vegar algjör andstæða 8. áratugarins, þegar bækur Kampmanns komu út, og þá staðreynd finnst mér ástæða til að íhuga.“

MAGNAÐAR SJÁLFSÆVISÖGUR

Sem fyrr segir gerði Christian Kampmann heyrin kunnugt um samkynhneigð sína árið 1975, þá löngu kominn í röð fremstu rithöfunda Dana. Hann fæddist árið 1939 í Kaupmannahöfn, móðirin var bandarísk en faðir hans af einni ríkustu ætt Dana, sem rak m.a. verktakafyrirtækið Kampsax. Eftir að Christian sneri baki við gagnkynhneigðu lífi, hafði hann um árabil afskipti af þeirri hreyfingu danskra homma sem kallaði sig Bøssernes befrielsesfront og sat í ritstjórn tímaritsins Seksualpolitik, sem hafði mikil áhrif á þeim tíma. Eftir sögurnar fjórar um Gregersen-fjölskylduna ritaði hann á árunum 1976–1981 minningar sínar í þremur bindum, Fornemmelser, Videre trods alt og I glimt, en þar rekur hann þroskasögu sína sem homma, byrjar á æsku og unglingsárum, lýsir því næst lífi í hjónabandi með konu sinni Theresu og börnum þeirra, og loks hvernig hann brýst út úr skelinni á fertugsaldri. Þessar þrjár bækur eru almennt taldar einhverjar mögnuðustu sjálfsævisögur samkynhneigðra frá síðustu áratugum, ótrúlega vel sagðar og áhrifamiklar, sérstaklega sú fyrsta þeirra.
Í bókinni I glimt lýsir Christian því á ógleymanlegan hátt hvernig hann í Bøssernes befrielsesfront kynntist manninum sem fylgdi honum í tvo áratugi, rithöfundinum og sálfræðingnum Jens Michael Schau. Sambúð þeirra þó löngum erfið, Jens Michael var fullur afbrýðisemi og þjáðist af sjúklegum ótta við að Christian yfirgæfi hann. Allt tók það enda þegar Jens Michael myrti mann sinn að kvöldi 12. september 1988 í sumarbústað Kampmann-fjölskyldunnar á eynni Læsø.

Christian Kampmann varð 49 ára gamall.

–ÞK
Barometer o.fl.

10 Comments

  • Pingback: anonymous
  • Pingback: sa789
  • Pingback: ฆอ
  • klehzglja says:

    根據百家樂實戰統計,在已出現連 4 的情況下,第 5 顆繼續連莊或連閒的機率約為 65%。此數據來自知名賭場機率分析網站 Wizard of Odds 所進行的大數據模擬,樣本數量高達數十萬局。 絕對地!您可以直接在BETO Slots上玩Chicken Chase 的試玩版。這是在下真錢賭注之前熟悉遊戲機制和功能的好方法。 3. 活用娛樂城優惠活動 許多娛樂城好康優惠如「限時高返水」或「加倍送分」時段,往往是系統放寬賠率的機會。例如,某平台在2025年推出「午間狂歡」活動,中午12點至下午2點間玩線上老虎機可觸發額外獎勵輪,這時段吃分機率較低。同時,搭配娛樂城投注攻略中的紅利策略,能進一步降低風險。 PP電子 $284
    https://lankaadventureholidays.com/no-title.html
    在奧林匹斯之門《Gates of Olympus™》中,倍數球是增強獎金的一大關鍵元素。每局開始時,當宙斯舉起閃電,代表倍數球即將出現,它會直接乘上當前旋轉所獲得的基礎獎金,從而顯著提高最終回報。 PP電子奧林匹斯之門是一款以希臘神話為主題的高波動電子遊戲,畫面華麗、特效震撼,加上免費旋轉與倍數符號等設計,讓玩家有機會在短時間內贏得超額彩金。透過優塔娛樂城提供的流暢平台與出金保證,讓這款遊戲不只好玩,還能真正賺到錢。 Q4:新手該玩哪一款?A:建議從Sweet Bonanza或麻將來了2開始,節奏明快、獎勵豐富、易懂又有趣。 富遊娛樂城 在古希臘神話中,宙斯是所有神祇的領袖,也是奧林匹斯山上的至高神。這一次,他決定打開奧林匹斯之門,邀請所有勇敢的冒險者進入他的王國。在這個神秘且強大的天堂,充滿了雷霆與閃電,宙斯的王國在烏雲密佈的天空下屹立,神聖的力量無處不在。

  • tesqzuxnj says:

    Dg casino login app sign up golden Pokies uses SSL encryption to protect transactions and follows the privacy agreement published on the website, some games even offer a demo version. In the not so distant past, you can get extra 50 spins on Ice Joker slot game. Mohegan Sun Casino always promotes responsible gaming and provides players with ways to manage their spending and prevent gambling problems, free bet online casino but there is more than meets the eye about their games. It now completes your welcome offer, some Keno slot machines are equipped with additional playing features. These two electronic wallets are also highly convenient and easy to use, total bets and total losses for that period. Since the 15 Dragon Pearls pokie from Booongo was released in Australia in August 2020, the game has delighted players with its fast gameplay, endless features, and big winning potential. Its Chinese Dragon theme is beautifully rendered, with crisp visuals and slick animations underscoring each immersive spin of the reels. Here, we explain all the symbols, features, and payout characteristics so you can understand why we have rated this title so high.
    https://lodgetest.andrewharwood.ca/gates-of-olympus-a-thrilling-casino-game-review-for-uk-players/
    03:15 PM    04:15 PM First and last numbers are referred to as the Matka Open and Matka Close, respectively which is drawn in any Matka Game. Even players can place bets on these numbers and win if they are potentially drawn out. Kalyan Matka charts are essential tools for understanding game history and predicting future numbers. If you’re new to Satta Matka, reading these charts may seem confusing at first—but with a little practice, they become powerful tools. However, the satta is not legal in India but people prefer the game to play illegally. The craze of the game is increasing day by day to play the SattaMatka online or offline. Accessing Kalyan Jodi Chart Records on DPBoss is a breeze. Simply visit the DPBoss website and navigate to the Kalyan Jodi section. The records are neatly organized, allowing you to explore historical data and make informed decisions for your Matka gameplay.

  • uzptwtjtq says:

    Sugar Rush 1000 takes the original game and stacks it with so much sugary goodness it’s almost too much of a good thing. As the name suggests, no deposit bonuses don’t require a deposit to be claimed. These bonuses are rare at real-money casinos and much more frequent at sweepstakes casinos. Players usually need to enter a bonus code to claim these offers, but that is not always the case. Often, players can receive free sweeps coins as part of these no deposit offers, daily login rewards, or promotional bonuses, allowing them to play and potentially redeem prizes without making a purchase. Part of Pragmatic Play’s 1000 slots series, the Sugar Rush 1000 slot is a souped-up version of the original game. Using the same graphics, animations and symbols, the gameplay by en large remains the same.
    https://artofracing.eu/mine-island-by-smartsoft-an-exciting-casino-game-review-for-players-in-india/
    PRODUCTS AND SERVICES © Acute Games, Inc. All rights reserved The anticipation around Boruto: Two Blue Vortex continues to grow as the story heads into Chapter 25. Each new installment of Masashi Kishimoto and Ukyo Kodachi’s manga raises the stakes with intense battles, fresh twists, and character-driven moments. If you’re curious about when the next chapter will arrive, you’re in the right place. Vortex Racer can be played on your computer and mobile devices like phones and tablets. GO The Spelling Bee Forum. Feeling stuck on today’s puzzle? Let us help. Vortex Racer can be played on your computer and mobile devices like phones and tablets. Get more bang for your buck with a price comparison engine that scans top digital PC game stores to compile the best prices, as you join frequent giveaways for a chance to score new games and Razer gear.

Skrifaðu athugasemd