Noregur – Réttarbótum hafnað á Stórþinginu

By 19. nóvember, 2004Fréttir

Frettir Norska þingið hefur hafnað frumvarpi um breytingar á lögum sem hefðu veitt samkynhneigðum sama rétt og gagnkynhneigðum til þess að ganga í hjónaband. Með þeim hefði samkynhneigðum verið leyft að ættleiða börn og lesbíum að gangast undir tæknifrjóvgun.

Samkynhneigðir í Noregi hafa rétt til þess að skrá sig í staðfesta samvist líkt og á Íslandi. Þeir hafa hins vegar ekki rétt á að giftast í kirkju né að ættleiða börn. Meirihluti þingmanna hafnaði því að gera breytingar á gildandi lögum um hjónabönd. Flokkur Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra, Kristilegi demókrataflokkurinn, lagðist gegn breytingunum.

-HTS

7 Comments

Skrifaðu athugasemd