Frettir Laugardaginn 11. júní var efnt til ráðstefnu á Hótel Loftleiðum um endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og bar hún yfirskriftina Stjórnarskrá til framtíðar. Um sjötíu manns sóttu ráðstefnuna sem skiptist í þrjár málstofur. 1. Lýðræði á upplýsingaöld; 2. Þrískipting ríkisvalds ? pólitísk forysta ? virkt eftirlit, og 3. Ísland í alþjóðlegu umhverfi. Í þriðju málstofunni var fundið rými fyrir umræðu sem varðar ýmis mannréttindamál og endurskoðun á mannréttindagreinum stjórnarskrárinnar.
Skiptar skoðanir voru um það hvort stjórnarskrárnefnd bæri að takmarka þá endurskoðun sem nú er stefnt að við ákveðna kafla stjórnarskrárinnar, einkum 1, 2, og 5 kafla hennar. Lýsti Jónína Bjartmarz því m.a. yfir í 2. málstofu að hún teldi að leggja bæri alla stjórnarskrána undir í þeirri vinnu sem fyrirliggjandi væri, en ljóst er að stjórnarskrárnefnd er þar ekki á einu máli. Til glöggvunar skal þess getið að mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar, 65. gr., er í 7. kafla hennar, en Samtökin ´78 hafa nú sent stjórnarskrárnefnd rökstutt erindi sitt þar sem hvatt er til þess að orðinu ?kynhneigð? sé aukið við 65. greinina.
Mörður Árnason þingmaður var meðal þeirra sem tóku til máls á eftir erindum framsögumanna í 3. málstofu, og hrósaði hann stjórnarskrárnefnd fyrir það að gefa rými fyrir umræðu um mannréttindi og skoraði á hana að taka mið af sjónarmiðum þeirra hópa sem vildu endurbætur á mannréttindakaflanum við núverandi endurskoðun. Þetta sjónarmið átti fleiri formælendur í málstofunni, m.a. fulltrúa Náttúruvaktarinnar og Mannréttindaskrifstofu Íslands, sem viku að því að mannréttindasjónarmið ættu að vera höfð að leiðarljósi, þau væru forsenda og grundvöllur stjórnarskrárinnar og því erfitt að hundsa hugmyndir um endurskoðun mannréttindaákvæðanna.
Geir H. Haarde, varaformaður stjórnarskrárnefndar, tók í svörum sínum dræmt í það að nú tækist að taka tillit til þessara sjónarmiða því erfiðara væri að ná fram fleiri endurbótum en færri á stjórnarskránni að þessu sinni. Eftir fundinn sagðist Mörður Árnason vera bjartsýnn á að nefndin hopaði ekki af hólmi hvað varðar endurbætur á mannréttindakaflanum, þar sem greinilega væri eindreginn pólitískur vilji til endurskoðunar hjá fulltrúum stjórnarandstöðunnar og virtist hann jafnvel ná inn í raðir stjórnarliða, sbr. þau viðhorf sem Jónína Bjartmarz þingmaður lýsti yfir í 2.málstofunni.
Ankara Escort Bayanlar sitemizde kaliteli Ankara Escort Bayan partneri sağlayan adresimiz sizlere en kaliteli ve elit Escort Ankara desteği sağlamaktadır.