Davíð Art Sigurðsson myndlistamaður opnar sýningu í Regnbogasalnum á Laugavegi 3, fimmtudagskvöldið 17. ágúst, kl. 20.
Á sýningunni eru ný verk unnin með blandaðri tækni á pappír og striga, öll unnin í listamiðstöðinni Can Serrat í Barcelona á Spáni. Davíð Art hlaut dvalarstyrk til að vinna á Spáni frá október 2005 til mars 2006. Verkin voru áður sýnd í Barcelona og hlutu góðar viðtökur, en þau eru nú sýnd í fyrsta sinn á Íslandi.
Davíð Art lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og lagði stund á framhaldsnám í Bandaríkjunum, Austurríki og Þýskalandi. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og einnig sýnt í Bandaríkjunum og á Spáni. Ennfremur hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga.
Sýningin í Regnbogasalnum ber yfirskriftina “Spánskt fyrir sjónir” og stendur til 20. september, n.k.
Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir á opnunina!
-Samtökin ’78
It’s a very good app, I didn’t expect this much ??