BLEIKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ STÆKKAR

By 22. september, 2006Fréttir

Rannsókn bandarísku mannréttindasamtakanna The Human Rights Campaign sýnir að sífellt fleiri stórfyrirtæki þar í landi hafa tekið upp jákvæða starfsmannastefnu gagnvart samkynhneigðu, tvíkynhneigðu og transgender starfsfólki sínu. Rannsóknin gefur jafnframt til kynna að fyrirtækin líti almennt í auknum mæli til þessa hóps sem mikilvægs markhóps sem meðal annars sé hægt að ná til með jákvæðri starfsmannastefnu og bættri ímynd. Hin svokallaða Corporate Equaltiy vísitala hefur þar trúlega haft mikil áhrif.

Rannsókn bandarísku mannréttindasamtakanna The Human Rights Campaign sýnir að sífellt fleiri stórfyrirtæki þar í landi hafa tekið upp jákvæða starfsmannastefnu gagnvart samkynhneigðu, tvíkynhneigðu og transgender starfsfólki sínu. Rannsóknin gefur jafnframt til kynna að fyrirtækin líti almennt í auknum mæli til þessa hóps sem mikilvægs markhóps sem meðal annars sé hægt að ná til með jákvæðri starfsmannastefnu og bættri ímynd. Hin svokallaða Corporate Equaltiy vísitala hefur þar trúlega haft mikil áhrif.

Rannsókn The Human Rights Campaign náði að þessu sinni til 446 af stæðstu fyrirtækjum Bandaríkjanna en þetta er fimmta árið í röð sem hún er framkvæmd. Samtökin hafa komið sér upp sérstakri vísitölu til þess að meta fyrirtækin sem kölluð er Corporate Equality Index. Hún mælir stefnu fyrirtækja á skalanum 0-100 út frá fjölmörgum þáttum. Til að mynda er kannað hvort fyrirtækin vinni eftir starfsmannastefnu þar sem mismunun á grundvelli kynhneiðgar er bönnuð, hvort samkynhneigðir jafnt sem gangkynhneigðir eigi kost á samskonar sjúkratryggingum, hvort fyrirækin styðji við bakið á samtökum samkynhneigðra eða taki þátt í starfsemi sem grefur undan jafnræði fólks á grundvelli kynhneigðar. Þá eru auglýsingar fyrirtækjanna kannaðar í þessu ljósi auk fjölmargra annara þátta.

Af þeim 446 fyrirtækjum sem rannsóknin náði til fengu 138 fullt hús stiga en það er 37% aukning frá árinu 2005. Af fyrirtækjum sem hafa tekið sig rækilega á má nefna stórfyrirtæki á borð við Coca-Cola Co., General Motors og Google. Þrjú fyrirtæki fengu hins vegar núll í einkunn sem þýðir að þau fullnægja engum þeirra lágmarksskilyrða sem Corporate Equality vísitalan gengur út frá. Þau eru olíuvinnslufyrirtækið Exxon, matvörukeðjan Mijer Inc. og hátæknifyrirtækið Perot Systems.

Þegar niðurstöður áranna 2005 og 2006 eru bornar saman kemur meðal annars í ljós að 75% fleiri fyrirtæki hafa á árinu bætt við grein í starfsmannastefnu sinni sem bannar mismunun transgender fólks, í 35% fleiri fyrirtækjum ná sjúkratryggingar nú til maka starfsmanns óháð kynferði, og 14% fleiri fyrirtæki studdu árið 2006 fjárhagslega við bakið á samfélagi samkynhneigðra en árið á undan. Nánast öll fyrirtækin, eða 98% þeirra, banna mismunun á grundvelli kynhneigðar í starfsmannastefnu sinni.

Mikilvægur markhópur

Robert Witeck sem sérstaklega hefur rannsakað markaðssetningu sem beinist að lesbíum, hommum, tvíkynhneigðum og transgender fólki segir að þessi þróun komi sér ekki á óvart, og að stjórnendur fyrirtækja geri vel í því að uppfylla skilyrði eins og þau sem sett eru fram í Corporate Equality vísitölunni: “Stjórnendur fyrirtækja gera sér sífellt betur ljóst að samkynhneigðir eru mikilvægur markhópur. Að flestu leiti eru þeir eins og hverjir aðrir viðskiptavinir sem fyrst og fremst eru að sækjast efitr góðri þjónustu á sanngjörnu verði. Eini munurinn er sá að þeir láta stjórnast af þáttum eins og þeim sem Corporate Equality vísitalan dregur fram í dagsljósið.” Í þessu skyni hafa stjórnendur fjölmargra fyrirtækja því ákveðið að vinna með Human Rights Campaign samtökunum til þess að bæta árangur sinn á þessu sviði og styrkja ímynd sína um leið. Sum þeirra óska beinlínis eftir úttekt og má því segja að Corporate Equality vísitalan þjóni tilagagni sínum vel.

-HTS

Könnunin í heild

Skrifaðu athugasemd