Tilkynningar Fimmtudaginn 10. mars verður haldið málþing í Grensáskirkju undir yfirskriftinni: ?Getur íslenska þjóðkirkjan haft forystu í málefnum samkynhneigðra??
Þetta er þriðja málþingið sem haldið er á vegum Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra og Prestafélags Íslands.
Milli þessara félaga hafa farið fram umræður undanfarandi misseri um málefni samkynhneigðra, samkynhneigð og kirkju. Málþing hafa síðan verið haldin í kjölfarið þar sem tekið hefur verið á ýmsum þáttum sem snerta m.a. réttindi og baráttu samkynhneigðra og afstöðu kirkjunnar til þeirra.
Málþingið 10. mars næst komandi beinir sjónum sínum einkum að því máli sem oft ber á góma en það er kirkjuleg hjónavígsla samkynhneigðra og hvort íslenska þjóðkirkjan geti haft þar forystu á hendi meðal annarra þjóða eins og til dæmis á Norðurlöndunum.
Ýmsir fyrirlesar munu flytja erindi. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir mun fjalla um siðfræðileg og heimspekileg rök með hjónabandi en Lára V. Júlíusdóttir, lögræðingur, rekur skilning laganna á hjónabandinu. Þá mun sr. Sigfinnur Þorleifsson leitast við að svara þeirri spurningu hvort ástæða sé til að endurskoða hjónabandsform kirkjunnar svo það þjóni bæði samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Aðrir fyrirlesar eru Guðrún Óskarsdóttir, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, dr. Hjalti Hugason, prófessor og Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, varaformaður FAS. Vox Femine mun flytja nokkur lög undir stjórn Margrétar Pálmadóttur.
Málþingið stendur yfir frá kl. 17-19 og er öllum opið.
MKG HABER sağlık haberleri kategorisinde zirve yapmış bir haber sitesidir.