List í Regnbogasal – Oddvar Örn Hjartarson opnar ljósmyndasýningu

By 4. júní, 2003Fréttir

Frettir Um þessar mundir útskrifast Oddvar Örn Hjartarson frá Listaháskóla Íslands og á þeim tímamótum opnar hann sýningu á ljósmyndum sínum í félagsmiðstöð Samtakanna ´78 á Laugavegi 3. Sýningin hefst á opnu húsi 5. júní.

Oddvar hefur einkum unnið með ljósmyndamiðilinn og þá sérstaklega málefni tengd samkynhneigð. Fagurfræði meðaljóns og myndmál Oddvars eru einkenni flestra fyrri verka hans. Nýjasta verk Oddvars er portrett-ljósmyndasería af tuttugu karlkynsverum sem eiga það sameiginlegt að vera fyrirmyndarhommar. Að sögn gerði Oddvar smá félagslega könnun á fyrirmyndum fyrirsætanna áður en myndatakan átti sér stað. Það sem portrettmyndirnar hafa að geyma er torso-ljósmynd af hverjum og einum þátttakenda félagskönnunarinnar ásamt skildi sem ber nafn einhvers sem fyrirsætan gæti sætt sig við að vera ef hún gæti ekki verið hún sjálf.

Oddvar hyggur á framhaldsnám í list sinni við Mediaskólann í Viborg í Danmörku. Sá skóli kennir ljósmyndun, kvikmyndun og digital. Námið tekur fjögur ár og verður Oddvar væntanlega orðinn skær stjarna þegar því lýkur. Verkið sem hann sýnir í Samtökunum ´78 heitir Takk fyrir mig og þarfnast engra frekari skýringa.

Á sýningu Oddvars eru 20 ljósmyndir af karlmönnum og eru þær allar til sölu. Hvert myndverk kostar 10.000 kr.

44 Comments

Skrifaðu athugasemd