LÓGÓ SAMTAKANNA ´78 VINNUR TIL VERÐLAUNA

By 4. mars, 2008Fréttir

Lógó Samtakanna ´78, sem hannað er af Bjarka Lúðvíksyni hönnuði hjá Hvíta húsinu, vann nýverið fyrstu verðlaun í flokki vöru- og firmaauglýsinga á verðlaunahátíð ÍMARK. Verðlaun voru veitt í 14 flokkum og tilnefndar auglýsingar voru 70 talsins. Innsendar auglýsingar og lógó voru hins vegar um 630.

Lógó Samtakanna ´78, sem hannað er af Bjarka Lúðvíksyni hönnuði hjá Hvíta húsinu, vann nýverið fyrstu verðlaun í flokki vöru- og firmaauglýsinga á verðlaunahátíð ÍMARK. Verðlaun voru veitt í 14 flokkum og tilnefndar auglýsingar voru 70 talsins. Innsendar auglýsingar og lógó voru hins vegar um 630.

Bjarki hefur áður hlotið viðurkenningu fyrir merkið, því árið 2007 vann hann hönnunarverðlaun Eulda en það er hönnunarkeppni sem hefur það að markmiði að verðlauna bestu vörumerki og lógó í Evrópu. Í viðurkenningarskyni var lógóið birt í European Logo Desegn árbókinni 2007.

Samtökin óska Bjarka Lúðvíkssyni hjartanlega til hamingju með árangurinn!

-HTS

 

Skrifaðu athugasemd