Taiwan – Verður Taiwan fyrsta Asíuríkið til þess að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra?

By 29. október, 2003Fréttir

Frettir Ríkisstjórn Taiwan undirbýr um þessar mundir löggjöf sem veita mun samkynhneigðum rétt til þess að ganga í hjónabönd. Verði lögin samþykkt verður Taiwan fyrsta Asíuríkið til þess að veita samkynheigðum slík réttindi.

Frumvarpið er hluti af víðtækri endurskoðun á mannréttindalöggjöf landsins og mun að öllum líkindum verða lagt fram á næstu mánuðum. Athygli hefur vakið að frumvarpið mun einnig veita samkynhneigðum pörum rétt til ættleiðinga: ?Til þess að tryggja mannréttindi samkynhneigðra er nauðsynlegt að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra og viðurkenna fjölskyldulíf þeirra? er haft eftir embættismanni á forsetaskrifstofu landsins.

Ljóst er að nokkur ljón eru í veginum áður en lögin geta orðið að veruleika. Eins og áður sagði þá eru þau hluti af enn víðtækari áætlunum um bætt mannréttindi í landinu þar sem meðal annars er gert ráð fyrir algjöru afnámi dauðarefsinga. Mun sá hluti laganna vera þyrnir í augum nokkura ráðherra í ríkisstjórn landsins. Ekki er heldur ljóst á þessari stundu hvaða meðferð frumvarpið muni hljóta á löggjafarþinginu.

Samtök samkynhneigðra í Taiwan hafa að vonum fagnað mjög þessum áformum, en árétta jafnframt á að langur vegur sé eftir í réttindabaráttu samkynhneigðra þar í landi.

Heimild: BBC

-HTS

49 Comments

Skrifaðu athugasemd