HVER ER RÉTTARSTAÐA ÞEIRRA ÍSLENDINGA SEM BREYTA VILJA KYNI SÍNU?

By 27. desember, 2006Fréttir

Í lok hvers misseris vinna nemendur við Háskólann á Bifröst sjálfstætt hópverkefni og ákveður hver nemendahópur viðfangsefni sitt. Eitt af hópverkefnum síðasta misseris fjallaði um réttarstöðu þeirra Íslendinga sem breyta kyni sínu.

Í lok hvers misseris vinna nemendur við Háskólann á Bifröst sjálfstætt hópverkefni og ákveður hver nemendahópur viðfangsefni sitt. Eitt af hópverkefnum síðasta misseris fjallaði um réttarstöðu þeirra Íslendinga sem breyta kyni sínu.

Sex nemendur í viðskiptalögfræði á fyrsta og öðru ári könnuðu stjórnsýslulöggjöfina, stjórnarskránna ásamt Mannréttindasáttmála Evrópu með þetta í huga. Sérstaklega voru valdmörk Mannréttindasáttmála Evrópu og íslenskra laga könnuð. Aflað var heimilda hjá Hagstofunni, Landlækni, Biskupsstofu og Þjóðskrá. Einnig sátu Elísa og Anna Jonna Ármannsdóttir fyrir svörum þann 29. nóvember í húsnæði
Samtakanna ´78 á eftir sýningu íslensku heimildarmyndarinnar Transplotion eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur.

Hópurinn skilaði ritgerð með niðurstöðum sínum og fór vörnin fram þann 14.
desember síðast liðinn. Fyrir utan leiðbeinanda hópsins, prófdómara og nemendahópinn sjálfan þá voru óvenjulega margir karlkyns áhorfendur, en þeirra hlutverk er að andmæla niðurstöðum ritgerðarinnar. Á vissan hátt má segja að þetta hafi verið táknrænt.

Við umræðurnar kom í ljós að þegar fjallað er um þessi mál þá reynir mikið
á þekkingu á mannréttindum og stjórnsýslulöggjöf, sem og muninn á ákvörðunum Mannréttindasáttmála Evrópu og íelsnskum landslögum. Rannsóknin gefur tvímælalaust gleggri mynd af réttarstöðunni en áður, og ein af athyglisverðustu niðurstöðum hennar er sú að aðferðir stjórnvalda við málsmeðferð í þessum málum, er trúlega brot á rétti þeirra einstakling er breyta vilja kyni sínu.

Ritgerðin verður á næstu dögum birt í heild sinni í greinasafninu á heimasíðunni.

-Anna Jonna Ármansdóttir

2 Comments

Skrifaðu athugasemd