Bók um ástir og örlög samkynhneigðs manns hlýtur Booker-verðlaunin í ár

By 20. október, 2004Fréttir

Frettir Breski rithöfundurinn Alan Hollinghurst hlýtur Booker-verðlaunin í ár fyrir skáldsögu sína The Line of Beuty. Bókin fjallar um líf samkynhneigðs manns á níunda áratugnum og stefnu Margrétar Thatcher sem þá var við völd í Bretlandi og var fjandsamleg í garð samkynhneigðra. Tilkynnt var um verðlaunin í gærkvöldi og hlýtur Hollinghurst 50.000 pund eðra um 6,3 milljónir í verðlaunafé.

Formaður dómnefndarinnar og fyrrum menningarmálaráðherra Bretlands, Chris Smith, sagði við afhendinguna: ?Þetta var afar erfitt val milli fjölda góðra verka. Verðlaunabókin, The Line of Beauty, er spennandi og ákaflega vel skrifuð en í henni kafar höfundur undir undir yfirborð Thatcher-tímabilsins á níunda áratugnum. Leitinni að ást, kynlífi og fegurð er einstaklega vel lýst í bókinni?.

Booker-verðlaunin eru ein virtustu bókmenntaverðlaun heims. Þau eru veitt höfundi frá Bretlandi, Írlandi eða bresku samveldislýðveldunum.

Bókin mun verða til á bókasafni Samtakanna ´78 innan tíðar.

2 Comments

Skrifaðu athugasemd