Samtökin ´78 hafa ráðið Katrínu Jónsdóttur hjúkrunarfræðing og B.A í mannfræði í fullt starf fræðslufulltrúa hjá félaginu. Eftirspurn og þörf á fræðlsu fyrir nemendur og starfsfólk skóla, svo og í íþróttum, atvinnulífi og til nýrra íslendinga, hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum misserum en þessi mikilvægi þáttur í starfssemi félagsins hefur hingað til að miklu leiti hvílt á herðum sjálfboðaliða.
Samtökin ´78 hafa ráðið Katrínu Jónsdóttur hjúkrunarfræðing og B.A í mannfræði í fullt starf fræðslufulltrúa hjá félaginu. Eftirspurn og þörf á fræðlsu fyrir nemendur og starfsfólk skóla, svo og í íþróttum, atvinnulífi og til nýrra íslendinga, hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum misserum en þessi mikilvægi þáttur í starfssemi félagsins hefur hingað til að miklu leiti hvílt á herðum sjálfboðaliða.
Markmiðið með ráðningu fræðslufulltrúa er að móta fræðsluáætlun félagsins til þriggja ára, létta álagi á sjálfboðaliðum og tengja betur þessa starfssemi annarri þjónustu félagsins svo sem félagsráðgjöfinni. Þá mun fræðslufulltrúi annast gerð færðsluefnis, sinna upplýsingagjöf og öðrum verkefnum. Með ráðningu fræðslufulltrúa verður félagið mun betur í stakk búið til þess að mæta aukinni eftirspurn eftir faglegri fræðlu og ráðgjöf. Katrín mun hefja störf þann 15. ágúst nk.
-HTS
ucuz takipçi satın al