Frá Trúarhópnum – Tónlistarkvöld

By 20. nóvember, 2001Fréttir

Tilkynningar Næstkomandi fimmtudagskvöld, 22. nóvember, hittist Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf í Félagsmiðstöð Samtakanna ´78 á Laugavegi 3. klukkan 20.

Í þetta sinn er hlustað á tónlist og rætt um bakgrunn hennar. Flutt verða nokkur atriði úr óratoríunni Elía eftir Felix Mendelssohn. Það er kór Íslensku óperunnar sem flytur og einsöngvarar eru þau Kristinn Sigmundsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Garðar Thór Cortes og Nanna María Cortes. Stjórnandi Garðar E. Cortes.

Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf hittist annað hvert fimmtudagskvöld yfir veturinn, yfirleitt í félagsmiðstöð Samtakanna ´78, en stöku sinnum safnast hópurinn saman annars staðar á vetvangi trúarlífs og kirkju. Allir eru velkomnir í hópinn. Að vanda mun hópurinn efna til samverustundar á jólanótt og verður það nánar auglýst síðar.

49 Comments

Skrifaðu athugasemd