JÓLABÓKAKVÖLD KMK

By 5. desember, 2006Fréttir

Laugardagskvöldið 9. desember verður hið árlega jólabókakvöld KMK haldið í Regnbogasal Samtakanna ´78 þar sem konur lesa úr skaldskap sínum fyrir konur. Dagskráin í ár er einkar glæsileg og fjöldi höfunda mun heiðra gesti kvöldsins með upplestri úr verkum sínum.

Jólabókakvöld KMK verður haldið laugardagskvöldið 9. desember kl. 21 í húsnæði Samtakanna ’78 að Laugavegi 3.

Dagskrá:

Sigríður Halldórsdóttir les úr Tryggðarpanti eftir Auði Jónsdóttur.

Ingrid Jónsdóttir les úr bók Kristínar Ómarsdóttur, Jólaljóð.

Ingunn Snædal les úr verðlaunaljóðabók sinni, Guðlausir menn – hugleiðingar um jökulvatn og ást.

Margrét Frímannsdóttir les úr ævisögu sinni, Stelpan frá Stokkseyri.

Fríða Andersen les frumsamda smásögu.

Ingrid Jónsdóttir les úr nýjustu bók Stellu Blómkvist, Morðið í Rockville.

Kristín Steinsdóttir les úr skáldsögu sinni Á eigin vegum.

Ásdís Óladóttir les úr ljóðabók sinni, Margradda nætur.

Húsið opnað kl. 20.30 og dagskráin hefst um kl.21!

 

KMK – Konur með kilju!

One Comment

Skrifaðu athugasemd