KMK stendur fyrir krossgátukvöldi föstudagskvöldið 26. janúar kl. 21:00 í Regnbogasal Samtakanna ´78. Já nú ætlum við að hittast aftur og ráða krossgátur þar sem það var svo gaman síðast!
Byggt er á sunnudagskrossgátu Tímarits Morgunblaðsins enda er hér um sama höfund að ræða eða Ásdísi Bergþórsdóttur. Alls verða þrjár krossgátur bornar á borð og verða þær léttari en Morgunblaðsgáturnar og því ættu allar konur að geta tekið þátt. Keppt verður í hópum en stærð hvers hóps fer eftir mætingu.
Leikarnir taka um klukkustund og í framhaldinu verður barinn opinn áfram fyrir kvennakvöld!
Mætum galvaskar og brjótum heilann saman!
KMK – konur með krossgátu