LJÓÐAKVÖLD – KVENNAKVÖLD

By 13. október, 2006Fréttir


Föstudaginn 3. nóvember verður haldið ljóðakvöld í Regnbogasal Samtakanna ’78.
Kanadíska skáldkonan Agnes Walsh kemur fram ásamt söngkonu og ljóðskáldin Ásdís Óladóttir, Ingunn Snædal og Sigurbjörg G. Friðriksdóttir lesa úr verkum sínum.
Barinn verður opinn áfram fyrir kvennakvöld eftir að dagskrá lýkur.

Húsið opnar kl 20:30 og dagskráin hefst 21

Agnes Walsh er ljóðskáld og rithöfundur. Hún hefur unnið við atvinnuleikhús og skáldskap í yfir 25 ár, og á þeim tíma unnið til fjölmargra verðlauna fyrir ljóðagerð.
Hún er hingað komin ásamt söngkonu sem hefur boðist til að syngja á ljóðakvöldinu..

Ásdís Óladóttir er ljóðskáld og listmálari sem hefur gefið út 5 ljóðabækur. Þær er allar hægt að nálgast á bókasafni Samtakanna ´78.
Nýjasta bók Ásdísar ber nafnið Margradda nætur og kom út núna í október.

Ingunn Snædal hlaut nú á dögunum Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handrit sitt að bókinni Guðlausir menn – Hugleiðingar um jökulvatn og ást. Á www.bokmenntir.is er hægt að lesa glænýjan dóm um bókina þar sem segir m.a: “Ljóð Ingunnar Snædal eru í tærleik sínum bæði aðgengileg og áhrifamikil og ættu að laða að lesendur sem annars fælast ljóð vegna meintra flækjufóta þeirra (‘ég skil ekki ljóð’ viðhorfið er einfaldlega ekki hægt hér). “ Ingunn hefur áður gefið út ljóðabókina Á heitu malbiki.

Sigurbjörg G. Friðriksdóttir er ljóðskáld úr Hafnarfirði. Hún birtir ljóð sín á www.ljod.is undir nafninu Ljóðræna. Í gegnum tíðina hefur Sigurbjörg lesið úr verkum sínum á bókmenntakvöldum Samtakanna, meðal annars á Saffóarkvöldi sem haldið var snemma á tíunda áratugunum. Sá upplestur var hljóðritaður og fluttur á rás eitt.

One Comment

Skrifaðu athugasemd