JÓLABÓKAKVÖLD SAMTAKANNA '78

By 11. desember, 2006Fréttir

Hið árlega Jólabókakvöld Samtaanna ´78 verður fimmtudaginn 14. desember kl. 21 í Regnbogasalnum á Laugavegi 3. Dagskráin í ár er einkar glæsileg og fjöldi höfunda mun heiðra gesti kvöldsins með upplestri úr verkum sínum. Fjölmennum á þennan árlega og vinsæla viðburð á meðan við bíðum eftir jóla- og áramótaböllunum!

Hið árlega Jólabókakvöld Samtakanna ´78 verður:

Fimmtudaginn 14. desember kl. 21
í Regnbogasalnum á Laugavegi 3

Fjöldi góðra gesta leggur kvöldinu lið:
Lesið verður úr nýútkomnum ljóðabókum þeirra Kristínar Ómarsdóttur og Ingunnar Snædal, Stella Blómkvist hættir sér loksins út úr skápnum og les úr Morðinu í Rockville, Viðar Eggertsson les þýðingar á ljóðum Lorca úr bókinni Saga Lorca á Íslandi sem er nýkomin út, og Guðbergur Bergsson segir einn og hálfan sannleika um íslenska þjóð í Hryllilegri sögu sinni. Loks les Halldór Guðmundsson einkar athyglisverðan kafla úr bók sinni Skáldalíf um tilfinningamál íslenskra skálda fyrr á tíð.

Fjölmennið á þennan árlega og vinsæla viðburð í Regnbogasalnum meðan við bíðum eftir jóla- og áramótaböllunum.

-Samtökin ’78

 

Skrifaðu athugasemd