Starfsáætlun sept 2016 – mars 2017

By 6. október, 2016Fréttir

Stjórn þakkar kærlega öllum þeim félögum sem lögðu leið sína á félagsfund fyrr í kvöld og ræddu þar eftirfarandi áætlun. Hún er hugsuð sem beinagrind fyrir störf stjórnarinnar á komandi mánuðum. 

Að auki munu ýmis verkefni koma til sem erfitt er að tímasetja nákvæmlega að svo stöddu. Stjórn óskar eindregið eftir ábendingum félagsfólks um málefni og aðgerðir sem félagið þarf að taka sér fyrir hendur. Stjórn stefnir á að birta samantekt í lok hvers mánaðar þar sem gerð er grein fyrir stöðu þeirra verkefna sem hér eru tilgreind. 

 

Starfsáætlun stjórnar Samtakanna ’78 

sept 2016 – mars 2017

september

  • Samstilling stjórnar – hlutverk og ábyrgð stjórnarfólks 
  • Opnað á samtal félagsfólks og stjórnar
  • Fundir og samtöl við sjálfboðaliða S78
  • Trúnaðarráð kemur saman, setur sér verklagsreglur og markmið
  • Jólabingó – skipulag

október

  • Fyrsti sameiginlegi fundur trúnaðarráðs og stjórnar (6. okt) 
  • Félagsfundur (6. okt)
  • Nefnda- og hópastarf byrjar 
  • Fræðslu- og kynningarfundur fyrir Alþingisframbjóðendur (17. okt)
  • Stjórn hittir fulltrúa frá hagsmunafélögum

nóvember

  • Gagnger yfirferð á félagaskrá
  • Vinnufundur stjórnar á Akureyri
  • Stjórn hittir fulltrúa frá hagsmunafélögum
  • Félagsfundur – kjörnefnd kosin, drög að fjárhagsáætlun kynnt
  • Tekinn upp þráður í samskiptum við nýkjörið Alþingi

desember

  • Jólabingó (3. des í Vinabæ)
  • Þorláksmessa á Suðurgötu
  • Viðhorfskönnun út til félagsfólks
  • Undirbúningur þjóðfundar – úrvinnsla gagna frá Samtakamættinum 2013

janúar

  • Þrettándaball (6. janúar)
  • Félagsfundur – kynning frá nefnd um hinsegin eldri borgara
  • Undirbúningur þjóðfundar frh. – úrvinnsla viðhorfskönnunar
  • Dagsetning aðalfundar auglýst

febrúar

  • Kynning á tillögum lagabreytinganefndar
  • Þjóðfundur
  • Aðalfundur boðaður

mars

  • Ráðstefna um margþætta mismunun ásamt Trans-Íslandi og Tabú (3.-4. mars)
  • Aðalfundur

Hér má nálgast starfsáætlunina á PDF-formi til niðurhals.

13 Comments

Skrifaðu athugasemd