Hjá Samtökunum ’78 eru starfandi stuðningshópar þar sem einstaklingar geta komið, hlustað og mögulega tjáð sig. Öllum stuðningshópum er stýrt af fagmenntuðum ráðgjöfum Samtakanna ’78.
Gott er að skrá sig í stuðningshópa en það er gert hér að neðan, það er þó ekki skilyrði fyrir þátttöku.

Trans ungmenni 13-17 ára
Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að 13-17 ára ungmennum sem eru trans og/eða kynsegin. Stuðningshópurinn hittist þriðja miðvikudag í mánuði kl. 17.30
Ráðgjafi: Sigríður Birna Valsdóttir
Trans ungmenni 18-25 ára
Ráðgjafi: Sigríður Birna Valsdóttir


Aðstandendur trans fólks
Stuðningshópurinn fyrir foreldra og aðra aðstandendur trans og/eða kynsegin fólks. Stuðningshópurinn hittist síðasta miðvikudag í mánuði kl. 20
Ráðgjafi: Sigríður Birna Valsdóttir
Sam- og tvíkynhneigðir karlar
Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að karlmönnum sem skilgreina sig sem samkynhneigða eða tvíkynhneigða. Þó eru allir hinsegin karlmenn velkomnir.
Ráðgjafi: Todd Kulzcyk


Hinsegin konur
Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að konum af öllum kynvitundum og kynhneigðum, t.d. bi+, samkynhneigðar, trans eða cis. Allar konur velkomnar óháð aldri.
Ráðgjafi: Guðrún Häsler og Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir