Það er oft sagt að fordómar byggi á fáfræði. Þekking á hinsegin málum er grundvöllur í okkar mannréttindabaráttu og því er fræðsla er einn af hornsteinum Samtakanna ’78.
213
6071
212
Fræðsla til starfsfólks og nemenda í grunnskóla
Samtökin ’78 eru með tvo þjónustusamninga við sveitarfélög, annan þeirra í Reykjavíkurborg og hinn í Hafnarfirði. Grunnskólar í þeim sveitarfélögum fá því fræðslu endurgjaldslaust. Fræðslan stendur öllum grunnskólum landsins til boða og hvetjum við skólastjórnendur til að bóka fræðslu fyrir starfsfólk sitt og nemendur.
Ferill fræðslunnar
Við ræðum hinseginleikann í allri sinni dýrð
Við erum öll að læra og mikilvægt er að spyrja spurninga og taka virkan þátt í fræðslunni til að læra sem mest og best. Við leggjum okkur fram við að vera skýr, koma fram af heilindum og af virðingu við þau sem fá fræðslu. Hinseginfræðin eru allskonar rétt eins og hinseginleikinn sjálfur.
Spurt & Svarað
Um hvað fjallar fræðslan?
Í fræðslu Samtakanna ’78 er fjallað um hinseginleika, hvað það þýðir að vera hinsegin og hvert er hægt að leita fyrir aðstoð og stuðnings. Í lok hverrar fræðslu er opnað fyrir nafnlausar spurningar og þeim svarað eftir bestu getu. Hægt er að hafa samband við skrifstofu Samtakanna ’78 fyrir upplýsingar um fræðsluna í síma 552-7878 eða skrifstofa samtokin78.is.
Hve margar fræðslur eru Samtökin ‘78 að halda á einu ári?
Árið 2019 voru haldin alls 213 erindi. Þar af voru flest í grunnskólum eða félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að um það bil 6.000 einstaklingar hafi hlotið fræðslu frá Samtökunum ‘78 á árinu.
Ef ég panta fræðslu, hver kemur og fræðir?
Starfandi fræðslustýra Samtakanna ‘78 er Tótla I. Sæmundsdóttir en hún sinnir flestum fræðslum. Einnig er í sjálfsboðastarfi fyrir Samtökin hópur hinsegin fræðara sem eru á skólaaldri og sinna svokallaðri jafningjafræðslu.
Það veit enginn neitt um hinsegin málefni í skólanum mínum, hvað get ég gert?
Samtökin ‘78 bjóða upp á fræðslu fyrir grunn-og framhaldsskólanema, auk starfsfólks. Við hvetjum þig til að benda kennara eða öðru starfsfólki á að þú hafir áhuga á að bekkurinn þinn hljóti slíka fræðslu. Ef þú treystir þér ekki til þess geturðu sjálft haft samband við Samtökin 78 og við komum ábendingu þinni áleiðis til skólans.