UNGLIÐAR FÆRA BISKUPI ÍSLANDS JÓLAGJÖF

By 23. desember, 2005Fréttir

Um tuttugu félagar í ungliðahópi Samtakanna ’78 fylktu liði á dögunum til þess að færa biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni, jólagjöf og hlýjar kveðjur. Í pakkanum góða var kvikmyndin Hrein og bein auk trefils í regnbogalitunum. Hafsteinn Sverrisson færði biskupi gjöfina og herra Karl hinn ánægðasti með framtakið.

Um tuttugu félagar í ungliðahópi Samtakanna ’78 fylktu liði á dögunum til þess að færa biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni, jólagjöf og hlýjar jólakveðjur. Í pakkanum góða var kvikmyndin Hrein og bin ásamt trefli í regnbogalitunum, einkennislitum samkynhneigðra. Hafsteinn Sverrisson færði biskupi gjöfina sem var hinn ánægðasti.

Að sögn Birnu Hrannar Björnsdóttur, eins umsjónarmanns ungliðahópsins, vildu félagar í hópnum með þessu framtaki sýna hlýhug á hátíð ljóss og friðar: „Hrein og bein er mynd sem ætti að vera til í öllum virðulegum stofnunum samfélagsins. Hún lýsir afskaplega vel því ferli að koma úr felum sem semkynhneigð manneskja og þeim erfiðleikum sem mæta fólki á þeirri leið.“

Ungliðar hitta biskupÞrátt fyrir þær gífurlegu réttarbætur sem samkynhneigðir hafa hlotið á undanförnum árum og jákvæðs viðhorfs þorra landsmanna til lesbía og homma, þá hefur Þjóðkirkjan ekki enn lýst sig reiðubúna til þess að vígja samkynhneigt fólk í hjónaband.

Skrifaðu athugasemd