1. Stjórnarfundur 2017

By 30. mars, 2017mars 11th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, varaformaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, ritari. Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – ÞEM, meðstjórnandi.  Guðmunda Smári Veigarsdóttir – GSV, meðstjórnandi. Marion Lerner – ML, áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs í stjórn. Helga Baldvins- Bjargardóttir – HBB, framkvæmdastýra.

Þann 30. mars 2017 var haldinn fundur að Suðurgötu 3 kl. 17:20.
Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason

Fundur settur 17.20

1. Erindi frá Þorvaldi Kristinssyni

Fyrsta erindi um félagið Ný sýn frestað. HBB kannar það nánar.

Vegna annars erindis mun HBB sjá til þess að úrklippusafnið fari á Borgarskjalasafnið og mynddiskar á Borgarbókasafnsins.

HBB ræðir við Þorvald vegna þeirra listaverka sem eru í kjallaranum og hvernig má koma þeim sem flestum á listasafn.

2. Todd Kulczyk með enskumælandi hóp

Samþykkt að bjóða Todd þriggja mánaða reynslu á þessu verkefni (6 skipti) og sömu þóknun og Sigga Birna hefur fengið vegna hóps trans ungmenna. Eftir það verður fjármögnun verkefnisins skoðuð. Vegna verkefnisins mun HBB sækja um í þróunarsjóð innflytjendamála.

3. Danilo frá AIESEC

HBB fundaði með Danilo frá Aiesec vegna ungmennaskipta verkefna sem hann hefur á sínum snærum. Hann langar að kynna verkefnin og starfsemi AIESEC fyrir félagsfólki á aldrinum 18-30 ára. Ákveðið var að vísa honum á Q félagið og HinUng, en þar er greiðastur aðgangur að hinseginfólki á því aldursbili.

4. Framkvæmdir og forgangsröðun

Gera þarf við rakaskemmdir í norðurvegg húsnæðisins. Það ætti að vera verkefni þessa sumars.

HBB mun fá úttekt á hljóðvist húsnæðisins. Ákvarðanir um framkvæmdir verða teknar út frá niðurstöðum úttektarinnar

GSV og SJG skoða filmur í gluggana

5. Sumarlokun

Skoðað verður hvernig dagskrá Samtakanna ‘78 verður vegna m.a. Hinsegin daga til að taka tillit til óska starfsfólks um sumarleyfi.Helga Baldvins- Bjargardóttir gengur af fundi

6. Skipun fulltrúa stjórnar í hóp um sögusýningu á Þjóðminjasafni.

ML verður tengiliður stjórnar Samtakanna ‘78 og sögusýningarinnar

7. Erindi Lobbu vegna Sofia Pride í Búlgaríu.

MHG mun benda Lobbu á að hún geti óskað eftir því að nota opið kvöld undir þetta verkefni og að hún ætti að ræða þetta við alþjóðafulltrúa.

8. Erindi frá Andrými.

Frestað

9. Bókakaupasjóður S78 – erindi frá Svandísi Önnu.

Frestað

10. Skriflegar starfsreglur stjórnar

Formaður leggur til að fyrstu tveir hlutar reglna sem lagðar hafi verið fram, Hlutverk og ábyrgð og Samskipti, verði yfirfarnir og samþykktir.

Tekinn verður fyrsti hluti starfsreglanna um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna og fulltrúa á næsta fundi.

Á fundinum eftir það verður tekinn annar hluti um samskipti.

Framhaldið ákveðið á þeim fundi.

11. Starfsáætlun stjórnar 2017–2018, drög.

Frestað

Önnur mál:

12. Ákvörðun um utanríkisstefnu Samtakanna ‘78

Stjórn mun ræða stefnu félagsins verði á alþjóðavettvangi. Frestað.

13. Fjölmiðlaþjálfun

GSV óskar þess a
ð stjórn athugi fjölmiðlaþjálfun. Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið 19:10

250 Comments

Skrifaðu athugasemd